1.8.2013 kl. 22:15
Hraðskákkeppni taflfélaga – TR í fyrstu umferð
Í dag var dregið í fyrstu umferð (16 liða úrslit) Hraðskákkeppni taflfélaga við fjölmenni í skrifstofu SÍ. Aðalviðureignin umferðarinnar er viðureign Goðans-Máta og Taflfélags Reykjavíkur.

Fimmtán lið taka þátt í keppninni. Núverandi hraðskákmeistarar taflfélaga, Víkingaklúbburinn, kemst beint í 2. umferð (8 liða úrslit).
Fyrstu umferð á samkvæmt reglum keppninnar að vera lokið eigi síðar en 20. ágúst.
Röðun 1. umferðar (16 liða úrslita) – heimaliðið nefnt fyrst
- Taflfélag Garðabæjar – Taflfélag Bolungarvíkur
- Briddsfjelagið – Skákfélag Reykjanesbæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja – Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákfélag Íslands – Taflfélag Akraness
- Skákdeild Fjölnis – Skákfélag Akureyrar
- Taflfélagið Hellir – Skákfélag Vinjar
- Goðinn-Mátar – Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn er kominn áfram
Það er Taflfélagið Hellir sem stendur fyrir keppninni sem nú fer fram í nítjánda sinn.
