Fréttir frá aðalfundi.

Aðalfundur Goðans var haldinn í kvöld. Alls mættu 7 félagsmenn til fundar. Það urðu breytingar á stjórn félagsins, því Hallur Birkir Reynisson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í staðinn var Sigurbjörn Ásmundsson kosinn til tveggja ára sem aðalmaður í stjórn. Stjórn fól honum gjaldkera embættið. Ketill Tryggvason var endurkjörinn sem fyrsti varamaður í stjórn.

Kosning um merki félagsins fór fram og á endanum var tillaga 1-G samþykkt sem merki félagsins í síðari umferð með 4 atkvæðum en tillaga 1-C fékk 3 atkvæði.

Gengið var endanlega frá dagskrá félagsins það sem eftir lifir vetrar og verður henni gerð skil hér í næstu færslu.  Allir félagsmenn fá send eintak af skýrslu stjórnar í tölvupósti. Þannig að ekki verður greint frá henni hér.

Að loknum fundi var gripið í tafl og tekin var ein létt hraðskák keppni. Úrslit urðu eftirfarandi :

1. Pétur Gíslason                   6 af 6

2. Rúnar Ísleifsson                4,5

3. Baldvin Þ Jóhannesson      4

4. Ármann Olgeirsson            3

5. Ketill Tryggvason               2

6. Sigurbjörn Ásmundsson     1,5

7. Hermann Aðalsteinsson      0

Næsta skákæfing verður á Fosshóli miðvikudagskvöldi 26 mars. H.A.