Kvennalandsliðið mætti b-sveit Hugins í síðustu viðureign fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöldi. Huginsmenn hafa yfir að skipa mjög þéttu og jöfnu liði, skipað reynslumiklum hraðskákmönnum, og það gerði gæfumuninn að þessu sinni.

Lokatölur urðu 14-58, Huginsmönnum í vil.

 

Einstaklingsúrslit Hugins-b:

Kristján Eðvarsson 11/12

Baldur Kristinsson 10,5/12

Bragi Halldórsson 9,5/12

Sigurður Daði Sigfússon 8,5/12

Ögmundur Kristinsson 7/12

Magnús Teitsson 6/6

Gunnar Björnsson 4,5/6

Liðsstjóri liðsins var Þorsteinn Þorsteinsson

 

Einstaklingsúrslit Kvennalandsliðsins:

Lenka Ptacniková 6,5/12

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5/12

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2,5/12

Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0/12

Sigríður Björg Helgadóttir 0/12

Svava Þorsteinsdóttir 0/12

Liðsstjóri liðsins var Björn Ívar Karlsson

 

huginn_kvenna_1

Í Kvennalandsliðið vantaði Guðlaugu Þorsteinsdóttur og Hrund Hauksdóttur sem tefla með liðinu á Ólympíuskákmótinu í Bakú, sem fram fer í september. Kvennaliðið er þessa dagana á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir mótið. Þær tefla í Minningarmótinu um Birnu Norðdahl sem fram fer laugardaginn 20. ágúst á Reykhólum en sömu helgi verða jafnframt æfingabúðir hjá liðinu undir stjórn landsliðsþjálfarans Björns Ívars Karlssonar.

Huginsmenn eru til alls líklegir í keppninni en þeir mæta Skákgenginu í 8-liða úrslitum.