Það fóru tvær viðureignir fram í félagsheimili Hugins í Mjóddinni síðasta fimmtudagskvöld. Það öttu kappi Huginn A-sveit og Reykjanesbær annars vegar og hins vegar Huginn B-sveit og Skákgengið hins vegar. Þessar viðureignir fóru nokkuð ólíkt af stað. A-sveit Hugins byrjaði af krafti og sló Reyknesinga strax í byrjun út af laginu með nokkrum góðum sigrum. Reyknesbær unnu þó hægt og sígandi á þanng að staðan í hálfleik var 29-7 fyrir Huginn A og lokastaðan 52,5-19,5 fyrir Huginn A. Fyrir Huginn A skoruðu Ingvar Þór og Þröstur best í vinningum talið og svo hlutfallslega. Hjá Reykjanesbæ´var Björgvin bestur.
Í hinni viðureigninni hélt Skákgengið í við B-sveit Hugins til að byrja með. Jafnt var eftir 1. umferð. Huginn náði svo fljótlega 2v forskoti og 4v forskoti skömmu síðar. Það telst lítill munur í þessari keppni og getur horfið í einni umferð. Það fór hins vegar ekki svo að þessi munur hyrfi, heldur jókst hann mikið í síðustu tveimur umferðunum fyrir hlé, þegar Huginsmenn gerðu út um viðureignina með tveimur stórum sigrum og leiddu í hálfleik 24,5-11,5. Þessi munur hélst að mestu í seinni hálfleik og viðureignin endaði 51-21. Báðar sveitir Hugins eru því komnar í átta liða úrslit þar sem þeirra bíða verðug verkefni. Reykjanesbær og Skákgengið fara Í Litlu bikarkeppnina sem eflaust verður einnig góð skemmtun. Bragi Haldórsson var bestur hjá Huginn B með fullt hús og Loftur Baldvinsson var bestur hjá Skákgenginu.
Flesta vinninga fyrir Huginn A fengu:
Ingvar Þór Jóhannesson 10,5v/12
Einar Hjalti Jensson 10v/12
Magnús Örn Úlfarsson 10v/12
Lenka Ptácnikóvá 9,5v/12
Helgi Brynjarsson 7,5v/12
Þröstur Þórhallsson 5v/5
Flesta vinninga fyrir Reykjanesbæ fengu:
Björvin Jónsson 7v/12
Jóhann Ingvason 5,5v/12
Flesta vinninga fyrir Huginn B fengu:
Bragi Halldórsson 12/12
Magnús Teitsson 10/12
Dawid Kolka 7/10
Kristján Halldórsson 6/10
Jón Þorvaldsson 5v/9
Heimir Páll Ragnarsson 4,5v/7
Kristófer Ómarsson 4/6
Jón Eggert Hallsson 2,5/5
Flesta vinninga fyrir Skákgengið fengu:
Loftur Baldvinsson 8,5v/12
Halldór Ingi Kárason 6,5v
