Laugardaginn 8. desember fór fram Íslandsmót Unglingasveita. Mótshaldari var Taflfélag Garðabæjar og teflt var í Garðaskóla og tóku 18 sveitir frá fimm félögum þátt.
A-sveit Skáksambands Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness var með talsverða yfirburði á mótinu og vann allar sínar viðureignir og leyfði aðeins tvo jafntefli.
Í öðru sæti varð A-sveit Taflfélags Reykjavíkur og A-sveit Skákfélagsins Hugins í því þriðja, en einungis munaði einum vinningi á sveitunum. Sveit Hugins skipuðu: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon.
Huginn varð í þriðja sæti.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir efstu B, C, D, E, F og G sveitir. Efst B liða varð sveit Skáksambands Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness. Sveit Fjölnis vann C liðs keppnina og TR vann rest.
Meðlimir A liðs Skáksambands Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness fengu svo öll borðaverðlaun og þeir Briem bræður unnu allar sínar viðureignir.
Lokastaðan í chess-results.