Í fyrrakvöld skýrðist hvaða lið mætast í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga. Huginn vann mjög öruggan sigur á Skákfélagi Reykjanesbæjar 56,5-15,5 en TR-ingar unnu Bolvíkinga einnig fremur örugglega 41,5-30,5 en þar var spennan nokkur um miðbik keppninnar áður en TR tók öll völd í lokin.
Hjörvar Steinn Grétarsson fór mikinn fyrir Hugin og hlaut 11,5 vinning í 12 skákum. Þröstur Þórhallsson hlaut 10, Magnús Örn Úlfarsson 9,5, Sigurður Daði Sigfússon 9 og Kristján Eðvarðsson 8,5 v.
Björgvin Jónsson var langbestur Reyknesinga en hann hlaut 7,5 vinning í 12 skákum. Jóhann Ingvason var næstur með 3 vinninga.
Úrslitin má nálgast á Chess-Results.
Hannes Hlífar Stefánsson var bestur TR-inga með 10,5 vinning í 12 skákum, Benedikt Jónasson nsætur með 9 vinninga og Guðmundur Kjartansson þriðji með 7 vinninga.
Bragi Þorfinnsson var bestur Bolvíkinga með 7,5 vinning og Guðmundur S. Gíslason næstur með 6,5 vinning.
Úrsltin má nálgast á Chess-Results
Úrslit Hugins og TR fara væntanlega fram 27. september nk.