6.12.2007 kl. 21:22
Innkaup á skákklukkum og skáksettum.
Í næstu viku mun félagið panta nokkrar skákklukkur og nokkur skáksett frá Skáksambandinu. Skáksettin eru eins og félagið á fyrir, en klukkurnar eru eitthvað “fullkomnari” en þær sem við erum að nota í dag, en eru eins í útliti. 1 stk skákklukka kostar 6000 krónur og 1 stk skáksett kostar 1700 krónur.
Félagsmönnum er hér með gefinn kostur á því að panta sína eigin klukku og/eða skáksett á hagstæðum kjörum um leið og félagið. Ljóst er að þetta eru hagstæð kaup, því þessi útbúnaður er talsvert dýrari út úr búð. Áhugasömum félagsmönnum er bent á að hafa samband við formann,fyrir miðvikudag í næstu viku, ef þeir vilja nýta sér þetta tækifæri. H.A.