Ísak Orri Karlsson vann æfinguna sem haldin var 26. október sl. Mest var hægt að fá 6 vinninga á æfingunni þ.e. 5 fyrir skákirnar og 1 að auki fyrir dæmi.Ísak Orrri fékk 5v og vann þar með þessar æfingar í fyrsta sinn en hann hefur oft unnið yngri flokkinn og verið í verðlaunasæti í eldri flokknum. Annar var Stefán Karl Stefánsson með 4v og 16 stig og þriðji Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v og 15 stig. Kristófer Stefánsson og Viktor Már Guðmundsson voru einnig með 4v en heldur lægri á stigum. Það voru mörg ný andlit í efstu sætum æi fjarveru margra fastagesta á æfingunni.vegna þátttöku á HM ungmenna sem fram fer um þessar mundir í Grikklandi.
Í æfingunni tóku þátt: Ísak Orri Karlsson, Stefán Karl Stefánsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Kristófer Stefánsson, Viktor Már Guðmundsson, Jökull Freyr Davíðsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Atli Róbertsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Ólafur Björgvin Bæringsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 2. nóvember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
