Ísland hafði betur í seinni umferð

Íslenska liðið vann það færeyska 6-4 í seinni viðureigninni sem fram fór í dag í Klaksvík. Hlíðar Þór Hreinsson, Stefán Bergsson, Haraldur Haraldsson og Viðar Jónsson unnu. Einar Hjalti Jensson, Rúnar Sigurpálsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Gunnar Björnsson gerðu jafntefli en aðrir töpuðu.

fai-isl

 

Lokatölur urðu 7,5-12,5 Færeyingum í vil. Haraldur stóð sig best fékk 1,5 vinning en íslenska liðið var að mestu skipað Norðanmönnum.

Einstaklingaúrslit má nálgast á Chess-Results.