Fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga 2023-24 fer fram helgina 13-15 október í Rimaskóla. (Ekki Fjölnishöll). Smávægilegar breytingar eru á umferðatímum.
1. umferð hefst kl 19:00 föstudaginn 13. október.
2. umferð hefst kl 11:00 laugardaginn 14. október.
3. umferð hefst kl 17:30 (ekki 17:00) sama dag .
Fyrri hlutanum lýkur svo kl 11:00 sunnudaginn 15. október.
Skákfélagið Goðinn ætlar að senda 3 lið til keppni. A-liðið teflir í 3. deild, en B og C-liðin tefla í 4. deild. Mönnun á liðunum er vel á veg komin og þurfa áhugasamir, sem ekki hafa enn óskað eftir þátttöku í mótinu fyrir hönd Goðans, að hafa hraðann á þar sem öll pláss eru við það að fyllast.
Skákmönnum Goðans er bent á að lesa vandlega samantekt um Íslandsmót Skákfélaga. Þarna er allt sem þú þarft að vita um mótið.