Deildó nóv 2025. Mynd Tómas Tandri Jóhannsson
Þá er fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 lokið og segja má að bæði keppnislið Goðans geti gengið sæmilega sátt frá borði. Það var ljóst fyrir mótið að þetta gæti orðið erfitt þar sem A-liðið var ekki eins sterkt og venjulega þar sem sterka menn vantaði. B-liðið var þar af leiðandi ekki eins öflugt og það gæti verið. Ljóst var að baráttan í 3. deild snérist mikið um að forðast fall og þrjú jafntefli og bara eitt tap setur A-liðið í 6 sæti sem stendur og ættu möguleikar á áframhaldandi veru í deildinni að vera ágætir. B-liðið er rétt fyrir neðan miðja 4. deild og mun væntanlega ekki verða í toppbaráttunni í ár, enda var ekki búist við þvi fyrir fram.

A-liðið gerði 3-3 jaftefli við TR-d sveit í 1. umferð og steinlá svo 0-6 fyrir sveit Skákfélags Íslands í 2. umferð sem er lang sterkasta lið 3. deildar. A-liðið gerði svo tvö 3-3 jafntefli við Víkingaklúbbinn-b og Snóker og púlstofuna í 3 og 4. umferð.
A-liðið er í 6 sæti (af 8) með 3 liðsstig og 9 vinninga.
B-liðið tapaði 0-6 fyrir SSON-b í 1. umferð en vann síðan 5-1 sigur gegn TG-d sveit í 2. umferð. B-liðið tapaði 2-4 gegn KR-e sveit í 3. umferð og endaði svo fyrri hlutann með 5-1 sigri á TR-g sveit í 4. umferð.
B-sveitin er í 9-15 sæti með 4 liðsstig og 12 vinninga.
Af einstökum félagsmönnum náði Ingi Tandri Traustason bestum árangri með 2 vinninga af 2 mögulegum og var eini skákmaður Goðans með 100% árangur á mótinu. Smári Sigurðsson fékk 2 vinninga af 4. Aðrir fengu færri vinninga. Hægt er að skoða þetta nánar hér
Óskar Páll Davíðsson náði í 2, 5 vinninga af 4 mögulegum í 4. deildinni og Þeir Hilmar Freyr Birgisson, Ingi Hafliði Guðjónsson og Lárus Sólberg Guðjónsson náðu í 2 vinninga af 4 mögulegum.Aðrir fengu færri vinninga. Hægt er að skoða þetta nánar hér.
Síðari hlutinn er á áætlun 5-8 mars 2026 og ljóst er að félagið þarf að gera betur á nýju ári
Tómas Tandri Jóhannsson tók slatta af myndum um helgina og hér fyrir neðan má skoða þær sem tengjast Goðanum. Ekki eru myndir af öllum tiltækar.





