Rúnar Ísleifsson

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram um helgina í Fjölnishöllinni í Grafvarvogi. Lið í Úrvalsdeild hefja reyndar leik á fimmtudagskvöldið en aðrar deildir hefjast kl 19:30 föstudaginn 14. október. Seinni hlutinn fer svo fram um miðjan mars 2023.

Skákfélagið Goðinn mætir með A og B-lið til keppni í 4 deildinni en það hefur ekki gerst frá því fyrir allar sameiningar. Vonir standa til þess að A-liðið sé nægilega öflugt til þess að ná fyrsta eða öðru sæti og þar með sæti í þriðju deild að ári. Félagatal Goðans hefur vaxið nokkuð frá síðasta tímabil og getur teflt fram öflugra liði, en í fyrra. Einnig eru fleiri tilbúnir til að tefla núna og þess vegna verður B-lið með. Ekki er þó við því að búast að B-liðið verði í toppbaráttunni en liðið er nokkuð jafnt og þétt.

Goðinn gegn TG-ung 2021

Fyrir fram má búast má við að slagurinn um þrjú efstu sæti 4. deildarinnar verði á milli C-liðs KR, C-liðs Fjölnis, D-liðs Breiðabliks, B-liðs Hrókar Alls Fagnaðar, C-liðs Víkingaklúbbsins og B-liðs Vinaskákfélagsins ásamt A-liði Goðans. Mjög erfitt er að meta styrk þessara liða fyrir fram en óneitanlega verkur athygli hve mörg lið frá KR skráð í 4 deildina.

4. deildin á chess-results

Gunnar Björnsson forzeti SÍ spáði Goðanum sigri í 4 deildinni í fyrra en það gekk ekki eftir. Stóra spuringin er hvað gerist núna?

Jakob Sævar Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir