11.10.2013 kl. 10:17
Íslandsmót skákfélaga hófst í gærkvöld
Fyrsta umferð fyrstu deildar Íslandsmóts skákfélaga fór fram í gærkvöld. Svo skemmtilega vildi til að sterkari fimm sveitirnar mættu þeim fimm lakari. Og úrslitin voru yfirleitt stór. TR og GM-Hellir unnu eigin b-sveitir 7,5-0,5 og Bolvíkingar lögðu Vinaskákfélagið með sama mun. TV vann Fjölni 6-2. Óvæntustu úrslitin verða að teljast að Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins unnu Skákfélaga Akureyrar „aðeins“ 5,5-2,5. Öll einstaklingsúrslit má finna hér.
Önnur umferð fer fram í dag. Þá byrja sterkari sveitirnar að mætast innbyrðis. Þá mætast annars vegar Víkingaklúbburinn og TR og Bolvíkingar og GM-Hellir.
Á morgun hefst jafnframt taflmennska í hinum deildunum.
Það er athyglisvert að velta fyrir sér styrkleika sveitanna. Sé miðað við meðalstig skákmannanna í kvöld er hann hér segir:
- Víkingaklúbburinn (2483)
- TV (2413)
- GM Hellir-a (2343)
- TR-a (2321)
- TB (2260)
- SA (2218)
- Fjölnir (2135)
- GM Hellir-b (2066)
- Vinaskákfélagið (1982)
- TR-b (1939)
Rétt er að taka fram að styrkleiki sveitanna í kvöld þarf á engan hátt að endurspegla styrkleikann um helgina.
