22.3.2009 kl. 21:18
Íslandsmót skákfélaga. Pistill formanns.
Þá er Íslandsmóti skákfélaga lokið. Árangur Goðans í 4. deildinni bara nokkuð góður, A-liðið í 9. sæti með 23 vinninga og B-liðið í 17. sæti með 19,5 vinninga.
Árangur A-sveitarinnar.
5. umferð Goðinn A – Skákfélag Akureyrar – C 3,5 – 2,5
Góður sigur vannst á Akureyringum. Barði og Smári unnu sínar skákir, Pétur, Rúnar og Benedikt Þorri gerðu jafntefli en Jakob tapaði sinni skák.
6. umferð Goðinn A – Bolungarvík – D 3,5 – 2,5
Jakob, Benedikt Þorri og Smári unnu sínar skákir. Pétur gerði jafntelfi, en Rúnar og Barði töpuðu sínum skákum. A-sveitin var nú komin í 4. sætið með 22,5 vinninga.
7. umferð Goðinn A – Mátar 0,5 – 5.5
Barði gerði jafntefli á 1. borði við Arnar Þorsteinsson en aðrar skákir töpuðust. Mátarnir reyndust ofjarlar A-sveitarinnar enda 300-500 stigum hærri á öllum borðum. Eftir þetta stóra tap féll sveitin niður í 9. sætið.
Árangur B-sveitarinnar.
B-sveitin sat yfir í 5. umferð því 9 lið mættu ekki til keppni á Akureyri og þar með var B-sveitin neðsta liðið sem mætti þegar parað var í 5. umferð. Þar sem stóð á stöku í 4. deildinni fékk B-liðið ekki andstæðing að þessu sinn.
B- liðið fékk 4 vinninga fyrir yfirsetuna.
6. umferð Goðinn B – TV – d 4 – 2
B-liðið fékk loksins að tefla, en þó mættu ekki nema 4 úr liði andstæðingana. Því sátu Baldur og Hermann hjá í þessari viðureign. Benedikt vann sinn andstæðing, Ævar og Sigurbjörn gerðu jafnteflin en Ármann tapaði sinni skák. Baldur og Hermann fengu vinninga fyrir það eitt að láta klukkuna ganga út.
7. umferð Goðinn B – UMSB
Eins og venjulega mætast þessar sveitir í deildarkeppninni og hingað til hefur Goðinn alltaf unnið. Ekki varð breyting á því. Benedikt Þór, Sigurbjörn, Sighvatur og Hermann unnu sína andstæðinga en Ævar og Baldur töpuðu báðir á tveimur efstu borðunum, fyrir Jóhanni Óla og Tinnu Kristínu. Þetta var fyrsta tapskák Baldurs í deildarkeppninni í 13 skákum.
Niðurstaðan varð því 17. sætið og 19,5 vinningar. Skáksveit frá Goðanum hefur ekki lent í því áður að tefla svona fáar skákir eins og núna. Af 18 skákum mögulegum þurfti aðeins að tefla 10 skákir því yfirseta í 5. umferð og mönnunar vandræði í 6. umferð hjá andstæðingum okkar sáu til þess.
Aðstæður á skákstað voru líkast til góðar fyrir liðin í 1-3 deild, en þær hefðu mátt vera skárri fyrir 4. deildina. Liðsmenn B-sveitarinnar voru ekki övundsverðir af því að sitja að tafli með bakið í sjoppuna þar sem hávært skvaldur var allan tímann rétt fyrir aftan þá, í aðeins tveggja metra fjarlægð.
Birtuskilyrði í viðureign A-sveitarinnar og Máta í síðustu umferð voru einnig slæm þegar að dimmt var orðið úti um hálf níuleytið um kvöldið.
Að lokum vill formaður þakka keppendum Goðans fyrir þátttökuna í mótinu og vonandi gefa allir kost á sér til keppni aftur í haust. H.A.
