11.10.2010 kl. 23:01
Íslandsmót skákfélaga. Pistill formanns.
Þá er fyrri hluta íslandsmóts skákfélaga lokið. Goðinn tefldi fram þremur liðum í keppninni í fyrsta sinn og verður fjallað um frammistöðu B og C-liðsins í þessum pistli. Jón þorvaldsson liðstjóri A-liðs Goðans er búinn að gera Frammistöðu A-liðsins góða skil.

B-liðið í þungum þönkum. Pétur, Sveinn, Rúnar, Jakob, Smári og Benedikt.
Frammistaða B-liðsins var ágæt en líklega dugar hún ekki til þess að B-liðið komist upp í 3. deild í vor því liðið hefur einungis 4 stig (MP) og 14,5 vinninga í 7. sæti, en tvö efstu liðið hafa 8 stig og næstu fjögur hafa 6 stig. Þrjú efstu liðin vinna sig upp um deild, þannig að líkurnar eru hverfandi. 6 stig eru eftir í pottinum og þurfa allar viðureignir að vinnast sem eru eftir og svo þarf að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum viðureignum. C-liðið stóð sig vonum framar og er það með 4 stig eins og B-liðið, með 12,5 vinninga.

C-liðið. Sighvatur, Snorri, Bjössi, Valur og Hlynur. (Hermann tók myndina)
Staða efstu liða í 4. deild þegar þrjár umferðir eru eftir.
1. Sauðárkrókur 8 MP og 17 vinningar
2. Fjönir-B 8 15,5
3. UMSB 6 18
4. SFÍ 6 16,5
5. TR-D 6 16
6. SAUST 6 14
7. Goðinn-B 4 14,5
13. Goðinn-C 4 12,5
Alls taka þátt 23 lið í 4. deildinni í ár. Sjá nánar hér:
http://chess-results.com/tnr38868.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000
Árangur B-liðsins.
Goðinn – B – Fjölnir-D
B-sveitin vann sigur 5,5-0,5. Pétur, Rúnar, Jakob, Smári og Benedikt Þorri unnu sína andstæðinga en Sveinn gerði jafntefli.
Goðinn – B- TR-E
B-sveitin vann stóran 6-0 sigur á TR- E í annarri umferð. Sveinn, Rúnar, Jakob, Smári, Benedikt og Hermann tefldu
Goðinn – B – SFÍ
B-sveitin tapaði 1-5 fyrir SFÍ í þriðju umferð. Jakob og Smári gerðu jafntefli, en Rúnar, Benedikt, Hermann og Sighvatur töpuðu. Vart var við öðru að búast því allir tefldu töluvert upp fyrir sig og þó sérstaklega Rúnar.
Goðinn – B – TR-D
B-liðið tapaði 2-4 fyrir TR-d í 4. umferð. Full stórt tap. Benedikt Þorri vann sína skák. Sveinn gerði jafntefli á fyrsta borði og Jakob sömuleiðis. Rúnar, Smári og Hermann töpuðu.
Árangur C-liðsins
Goðinn – C – TR-E
C-sveitin gerði 3-3 jafntefli við E-sveit TR, þar sem Valur, Sighvatur og Hermann unnu sínar skákir, en Sigurbjörn, Snorri og Hlynur töpuðu.
Goðinn – C – Hellir- E
C-sveitin tapaðu naumlega fyrir 2,5-3,5 fyrir Helli-e. Valur Heiðar vann sína skák létt þegar sími andstæðingsins hringdi snemma í skákinni og Viðar Hákonarson vann sína fyrstu skák á 6. borði. Hlynur Snær gerði jafntefli. Snorri, Bjössi og Sighvatur töpuðu.
Goðinn – C – Fjölnir – D
C-liðið vann svo Fjölni -d 4-2 í 3. umferð. Valur, Bjössi, Viðar og Andri Valur unnu sínar skákir, en Snorri og Hlynur töpuðu.
Goðinn – C – TV-D
C-liðið gerði 3-3 jafntefli við TV-d. Sighvatur og Viðar unnu mjög auðvelda sigra, því andstæðingar þeirra mættu ekki til leiks. Bjössi og Hlynur gerðu jafntefli, en Snorri og Valur töpuðu.
Frammistaða einstakra liðsmanna.

Pétur Gíslason tefldi eina skák á 1. borði í B-liðinu og vann hana frekar létt. Hann hefur það“ næs“ á Spáni núna og slær litlar hvítar kúlur með kylfu.

Sveinn Arnarson tefldi þrjár skákir vann eina og gerði tvö jafntefli

Rúnar Ísleifsson tefldi 4 skákir. Hann vann tvær skákir en tapaði tveimur og annarri þeirra gegn Sigurði Daða Sigfússyni.
Jakob Sævar Sigurðsson tefldi 4 skákir. Jakob vann tvær skákir og gerði tvö jafntefli.

Smári Sigurðsson tefldi 4 skákir. Vann tvær skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði einni skák.

Benedikt Þorri Sigurjónsson tefldi 4 skákir. Benedikt vann 3 skákir en tapaði einni. Mjög góð frammistaða hjá Benedikt þegar haft er í huga að hann hafði ekkert teflt í hartnær tvö ár eftir dvöl í Afríku og var því hreint ekki í æfingu.
Hermann Aðalsteinsson. Tefldi 3 skákir með B-liðinu. Hann vann eina en tapaði tveimur. Hermann tefldi eina skák í C-liðinu og vann hana eftir að hafa haft gjörtapaða stöðu um tíma.

Sighvatur Karlsson. Tefldi 4 skákir. Sighvatur vann eina skák en tapaði tveimur. Svo fékk hann einn vinning gefins í síðustu umferð því að andstæðingurinn mætti ekki til leiks.
Snorri Hallgrímsson tefldi 4 skákir og tapaði þeim öllum. Snorra gekk illa í mótinu og var langt frá sínu besta.

Sigurbjörn Ásmundsson tefldi 4 skákir. Bjössi tapaði fyrstu tveimur skákunum, en vann þá þriðju og gerði jafntefli í þeirri fjórðu.

Valur Heiðar Einarsson. Valur tefldi 4 skákir. Valur vann þrjár skákir og vannst ein af þeim á Vodaphone-gammbítnum fræga. Valur tapaði einni skák. Flott frammistaða hjá Val.

Hlynur Snær Viðarsson. Hlynur tefldi 4 skákir. Hlynur gerði tvö jafntefli en tapaði tveimur. Hlynur átti vinning vísan í síðust umferð, en stóð uppi með biskup gegn kóngi og varð að sættast á jafntefli.
Viðar Hákonarson tefldi 3 skákir. Hann kom inn sem varamaður í 2. umferð. Viðar gerði sér lítið fyrir og vann allar skákirnar, en þá síðustu af því að enginn andstæðingur var til staðar. Mjög flott frammistaða hjá Viðari.

Andri Valur Ívarsson tefldi 1 skák. Andri Valur var kallaður inn í C-liðið í 3. umferð. Andri, líkt og Viðar, hafði ekki teflt kappskák áður, en það kom ekki að sök. Andir mátaði andstæðing sinn á hálftíma. Andri hefur verðir iðinn við kolann hjá Völsungi í sumar og skorað slatta að mörkum. Hann getur greinilega líka „skorað“ við skákborðið.
Alls tefldu 20 skákmenn fyrir Goðann að þessu sinni. Aldrei áður hafa svo margir teflt fyrir Goðann á Íslandsmóti í skák.
Að lokum vill formaður þakka öllum liðsmönnum félagsins kærlega fyrir þátttökuna í mótinu. Margir lögðu talsvert á sig til þess að hægt væri að stilla upp þremur liðum og eiga þeir allar hinar bestu þakkir skilið fyrir.
Hermann Aðalsteinsson.
