18.2.2008 kl. 17:13
Íslandsmót skákfélaga seinni hluti
5-7 umferð á Íslandsmóti skákfélaga fer fram 29 febrúar og 1 mars í Rimaskóla í Reykjavík.
5. umferð hefst kl 20:00 föstudaginn 29 febrúar. Andstæðingar okkar verður skáksveit UMSB.
6. umferð hefst kl 11:00 laugardaginn 1 mars
7. umferð hefst kl 17:00 sama dag.
Lokahófið verður svo í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni 12 kl 22:00 á laugardagskvöldinu. Sami háttur verður hafður á ferðatilhögun og var í haust. Hermann og Sigurbjörn keyra suður á sínum bílum og pláss verður fyrir keppendur með þeim. Gist verður á sama stað og síðast. Reiknað er með að leggja af stað frá Akureyri um eða upp úr kl 12:00 á föstudeginum og haldið heim á sunnudeginum frá Reykjavík, ekki síðar en kl 12:00 á hádegi. H.A.