4.3.2010 kl. 20:09
Íslandsmót skákfélaga seinni hluti, hefst á morgun.
Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst kl 20:00 á morgun, föstudag, þegar 5. umferð verður tefld. Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 6. umferð verður svo tefld kl 11:00 á laugardag og 7. og síðasta umferð kl 17:00 sama dag.
A-lið Goðans er sem stendur í 2 sæti í 4. deildinni aðeins hálfum vinningi neðar en Víkingasveitin, sem verður einmitt andstæðingur A-liðsins á morgun. A-liðið á góða möguleika á að vinna sæti í 3. deild að ári nái liðið að halda fengnum hlut, að halda amk. öðru sætinu , því tvö efstu liðin í 4. deild fara beint upp í 3. deild að ári. Ljóst er þó að baráttan verður hörð um efstu sætin því 3 önnur lið eru með jafn marga vinninga og A-lið Goðans og ekkert má útaf bregða eigi markmið félagsins, að vinna sig upp um deild, að nást.
Staða efstu liða í 4. deild.
| Rk. | SNo | Team | Games | + | = | – | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | 9 | Víkingakl. a | 4 | 3 | 0 | 1 | 17,5 | 6 | 1427 |
| 2 | 13 | Goðinn a | 4 | 4 | 0 | 0 | 17,0 | 8 | 1398 |
| 3 | 25 | KR b | 4 | 4 | 0 | 0 | 17,0 | 8 | 1376 |
| 4 | 22 | Víkingakl. b | 4 | 3 | 1 | 0 | 17,0 | 7 | 1368 |
| 5 | 26 | Austurland | 4 | 2 | 1 | 1 | 17,0 | 5 | 1387 |
| 6 | 12 | TV b | 4 | 3 | 0 | 1 | 16,5 | 6 | 1345 |
B-lið Goðans teflir við TR-e-sveit í 5. umferð. B-lið Goðans er sem stendur í 21. sæti með 11 vinninga af 32 liðum og litlar líkur eru á að B-liðið blandi sér í topp baráttuna að þessu sinni. B-liðið stefnir þó að því að ná í eitt af 8 efstu sætunum, því hugsanlegt er að keppnisliðunum í 3. deild verði fjölgað áður en keppni hefst aftur næsta haust. Verði það ákveðið í vor, er líklegt að 8 efstu liðin í 4. deildinni á þessu keppnistímabili verði færð beint upp í 3. deild.
Fréttir af gengi liðanna verða að sjálfsögðu birtar hér á síðunni um helgina og hugsanlegt er að einhverjar skákir úr deildarkeppninni verði slegnar inn og eftir atvikum birtar hér: http://godinnchess.blogspot.com/
Þeir félagsmenn sem heima sitja, geta því fylgst með spennandi keppni hér á síðunni.
