13.4.2012 kl. 20:18
Íslandsmótið í skák. Einar Hjalti með jafntefli við Braga Þorfinnsson
Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák, hófst í Kópavogi í dag. Eins og fram hefur komið hér á síðunni er okkar maður, Einar Hjalti Jensson meðal keppenda á mótinu, fyrstur Goðamanna frá upphafi. Einar gerði jafntefli með hvítu gegn Braga Þorfinnssyni (2421) í fyrstu umferð.
Einar Hjalti Jensson við upphaf fyrstu umferðar í dag.
Í annari umferð, sem tefld verður á morgun, verður Einar Hjalti með svart gegn Stefáni Kristjánssyni (2500) stórmeistara. Hægt er að fylgjast með skák Einars í beinni útsendingu. sjá hér fyrir neðan.
