Íslandsmótið í skák hefst í dag

Íslandsmótið í skák hefst í dag klukkan 17. Mótið á hundrað ára afmæli í ár en Skákþing Íslendinga – eins og mótið hét í upphafi, var fyrst haldið árið 1913. Taflfélag Reykjavíkur hélt mótið fyrstu árin en Skáksamband Íslands tók við mótinu tveimur árum eftir stofnun þess – eða árið 1927. 

Skáksamband íslands
 

Í tilefni þessa merka afmælis er mótið nú með óvenjulegi sniði. Það er opið í fyrsta skipti og í fyrsta skipti í hundrað ára sögu mótsins tefla allir í sama flokki. Mótið er einnig Íslandsmót kvenna. Ríflega 70 keppendur eru skráðir til leiks. Teflt er við einstakar aðstæður  á 20. hæðinni í Turninum við Borgartún (Höfðatorg). Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, setur mótið og leikur fyrsta leik þess. Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna við setningu mótsins. (Skák.is)

Kristján Eðvarðsson og Loftur Baldvinsson frá Goðanum-Mátum taka þátt í mótinu, en 71 keppandi er skráður til leiks.  sjá hér 

Fylgst verður með gengi þeirra hér á síðunni.