27.1.2012 kl. 10:52
Íslenski Skákdagurinn haldinn hátíðlegur hjá Goðanum.
Í gærkvöld var skákfélagið Goðinn með opið hús í tilefni af Íslenska skákdeginum sem haldinn var hátíðlegur um allt land í gær. Opna húsið hófst kl 20.30 og lögðu þó nokkrir gestir leið sýna í félagsaðstöðu Goðans í Framsýnarsalnum á Húsavík. Goðinn bauð upp á myndasýningu af starfi félagsins undanfarin á og vor meðal annars sýndar myndir frá því þegar Boris Spassky heimsótti Húsavík árið 1978 og tefldi fjöltefli í troðfullum salnum á Hótel Húsavík.
3. umferð Gestamóts Goðans var svo tefld í suð-vestur goðorði Goðans á sama tíma.

Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga og Sigurgeir Stefánsson sýndu fína takta.
Einnig gátu gestir á íslenska skákdeginu teflt við félagsmenn Goðans og nýttu margir sé það. Goðinn bauð uppá kaffi, djús og kanilsnúða sem formaður hafði bakað í tilefni dagsins.

Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ tefldi við Heimi Bessason í gærkvöld.

Trausti Aðalsteinsson bæjarfulltrúi (VG) Norðurþings að tafli við Heimi Bessa
