19.7.2008 kl. 21:47
Jafntefli og tap hjá Jakob.
Jakob Sævar tapaði fyrir Sverri Þorgeirssyni í 5 umferð sem fram fór í dag.
Í 6. umferð, sem var tefld í kvöld, gerði Jakob jafntefli við Magnús Mattíasson.
Jakob Sævar hefur 3 vinninga eftir 6 skákir og er í 9-12 sæti (af 18) þegar ein umferð er eftir. Síðasta umferð verður tefld á morgun sunnudag.
Þá hefur Jakob hvítt á Örn Stefánsson.
