28.12.2009 kl. 17:26
Jakob Hraðskákmeistari Goðans 2009 !
Jakob Sævar Sigurðsson varð í dag hraðskákmeistari Goðans 2009 er hann vann hraðskákmótið með glæsibrag. Jakob fékk 10,5 vinningum af 11 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Rúnari Ísleifssyni en Rúnar hafnaði í öðru sæti. Smári Sigurðsson meistari síðasta árs varð í þriðja sæti. Benedikt Þór Jóhannsson varð efstur í yngri flokki með 6,5 vinninga og varð í 5. sæti í heildarkeppninni. Alls tóku 16 keppendur þátt í mótinu, en tefldar voru 11 umferðir og voru tímamörkin 5 mín á mann.
Rúnar ísleifsson, Jakob Sævar Sigurðsson og Smári Sigurðsson.
Lokastaðan:
1. Jakob Sævar Sigurðsson 10,5 vinn af 11 mögul.
2. Rúnar Ísleifsson 10
3. Smári Sigurðsson 8,5
4. Pétur Gíslason 7
5. Benedikt Þór Jóhannsson 6,5 1. sæti yngri fl.
6. Ármann Olgeirsson 6
7. Sigurbjörn Ásmundsson 5,5
8. Hermann Aðalsteinsson 5,5
9. Sigurjón Benediktsson 5,5
10. Hlynur Snær Viðarsson 4,5 2. sæti yngri fl.
11. Sæþór Örn Þórðarson 4
12. Jón Hafsteinn Jóhannsson 4
13. Heimir Bessason 4
14. Sighvatur Karlsson 3,5
15. Valur Heiðar Einarsson 2 3. sæti yngri fl.
16. Snorri Hallgrímsson 1
Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti í yngri flokki og Valur Heiðar Einarsson varð þriðji.
Hlynur Snær, Benedikt Þór og Valur Heiðar.
Frétt 640.is má sjá hér:
http://www.640.is/news/thetta_er_ekki_falleg_skak_sera_minn/
Frétt mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/28/fagrar_skakir_a_husavik/
Myndir Hafþórs Hreiðarssonar fréttaritar Mbl, eru hér:
http://skipamyndir.123.is/album/default.aspx?aid=167459
Frétt Sigló.is á Siglufirði:
http://www.sksiglo.is/is/news/fagrar_skakir_a_husavik