26.6.2013 kl. 10:11
Jakob kláraði mótið með 3,5 vinninga
Teplice Open mótinu í Tékklandi lauk nýlega. Jakob Sævar Sigurðsson gerði jafntefli í 8. umferð en tapaði svo sinni skák í lokaumferðinni. Jakob endaði því með 3,5 vinninga á mótinu. Einhver villa er á chess-results þannig að ekki er hægt að skoða mótið þar.

Sigurður Eiríksson endaði með 3 vinninga á mótinu.
Jakob og Sigurður halda nú yfir landamærin til Þýskalands og taka þá í Arber Open sem hefst 29 júní og stendur til 7. júlí.
