4.7.2013 kl. 22:51
Jakob með 3 vinninga eftir 6 umferðir
Jakob Sævar Sigurðsson vann Bielmeier Ludwig (2009) í 5. umferð á Arberopen 2013 í Þýskalandi í gær. Jakob tapaði hinsvegar fyrir Stark Ingo (2073) í 6. umferð í dag.
Sigurður Eiríksson er líka með 3 vinninga eftir jafntefli við sinn andstæðing í dag.
Ekki var búið að para í 7. umferð þegar þetta var skrifað.
