30.6.2013 kl. 21:42
Jakob með hálfan vinning eftir tvær umferðir í Þýskalandi
Jakob Sævar Sigurðsson tapaði fyrir Manfred Herbold (2119) í fyrstu umferð Arber Open í Þýskalandi sem fram fór í gær. Í dag gerði Jakob jafntefli við Stephan Völz (1946) í annarri umferð.
Á morgun verður Jakob með hvítt gegn Dr Theodor Schleich (2040)
Sigurður Eiríksson tekur einnig þátt í mótinu og er Sigurður með einn vinning eftir fyrstu tvær umferðirnar. Sjá mótið hér
Alls taka 55 keppendur þátt í mótinu, þar af 5 stórmeistarar og er Jakob í hópi þeirra stigalægstu.
Athygli vekur að mótið er ekki aðgengilegt á chess-results.
