Jakob með jafntefli en tap hjá Barða.

Jakob Sævar gerði jafntefli við Aron Inga Óskarsson en Barði tapaði fyrir Gústaf Steingrímssyni í 7. umferð haustmóts TR sem fram fór í dag.

8. og næst síðasta umferð verður tefld á miðvikudag.  Þá teflir Jakob Sævar, með hvítu, við Sigurð H Jónsson (1878).  Barði teflir, með hvítt, við Geirþrúði Önnu Guðmundssdóttur(1750)

Jakob Sævar er, sem stendur, í neðsta sæti C-flokks með 1 vinning, en Jakob á inni skák við Óttar Felix Hauksson, sem verður tefld á morgun.  Barði er sem stendur í efsta sæti D-flokks með 4,5 vinninga, þrátt fyrir tapið í dag, ásamt Herði Aroni Haukssyni. Barði á líkt og Jakob inni eina óteflda skák við Rafn Jónsson.   H.A.