2.7.2013 kl. 20:38
Jakob með tvo vinninga eftir fjórar umferðir í Þýskalandi
Jakob Sævar Sigurðsson byrjar ágætlega á Arbropen 2013 í Þýskalandi. þegar fjórar umferðir eru búnar er Jakob kominn með 2 vinninga, eftir jafntefli gegn Dr Theodor Schleich (2040) í 3. umferð og góðan sigur með svörtu gegn Meduna Eduard (2082) í 4. umferð í dag.
Jakob verður með hvítt gegn Bielmeier Ludwig (2009) í 5. umferð á morgun.
Sigurður Eiríksson er einnig með tvo vinninga og hefur svart í 5. umferð gegn WIM Medunova,Vera (2133).
