11.1.2014 kl. 22:21
Jakob Sævar og Jón Aðalsteinn unnu sigur í Árbót
Jakob Sævar Sigurðsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson unnu sigur á skákþingi GM-Hellis á norðursvæði sem lauk í Árbót í Aðaldal nú í kvöld. Jakob Sævar vann öruggan sigur með 5,5 vinninga af 6 mögulegum í eldri flokki. Tómas Veigar Sigurðarson varð í öðru sæti með 4,5 vinninga og Smári Sigurðsson og Sigurður G Daníelsson urðu jafnir í þriðja sæti með fjóra vinninga, en Smári varð hærri á stigum. Smári hreppti því önnur verðlaun og Sigurður Daníelsson þriðju verðlaun þar sem Tómas keppti sem gestur á mótinu. Úrslit í 5. umferð og 6. umferð.

Smári, Jakob og Tómas Veigar.
Lokastaðan:
| Sigurðsson Jakob Sævar | 1824 | GM Hellir | 5.5 | 20.0 | 13.0 | |
| Sigurðarson Tómas Veigar | 1990 | Víkingakl. | 4.5 | 23.0 | 15.0 | |
| Sigurðsson Smári | 1913 | GM Hellir | 4.0 | 20.5 | 13.0 | |
| Daníelsson Sigurður G | 1971 | GM Hellir | 4.0 | 20.5 | 13.0 | |
| Ásmundsson Sigurbjörn | 1185 | GM Hellir | 3.5 | 15.0 | 10.5 | |
| Viðarsson Hlynur Snær | 1071 | GM Hellir | 3.5 | 15.0 | 10.5 | |
| Aðalsteinsson Hermann | 1333 | GM Hellir | 2.5 | 21.5 | 16.0 | |
| Akason Aevar | 1456 | GM-Hellir | 2.5 | 20.5 | 13.5 | |
| Hermannsson Jón Aðalsteinn | 0 | GM Hellir | 2.5 | 16.0 | 10.5 | |
| Kristjánsson Bjarni Jón | 1061 | GM Hellir | 2.0 | 14.5 | 10.5 | |
| Statkiewicz Jakub Piotr | 0 | GM Hellir | 1.5 | 14.0 | 10.5 | |
| Þórarinsson Helgi James | 0 | GM Hellir | 0.0 | 15.5 | 10.5 |
Jón Aðalsteinn vann sigur í flokki 16 ára og yngri með 2,5 vinninga, Bjarni Jón Kristjánsson varð annar með 2 vinninga og Jakub Piotr Statkiewicz varð þriðji með 1,5 vinninga.

Bjarni Jón, Jón Aðalsteinn og Jakub.
