Jakob Sævar og Jón Aðalsteinn unnu sigur í Árbót

Jakob Sævar Sigurðsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson unnu sigur á skákþingi GM-Hellis á norðursvæði sem lauk í Árbót í Aðaldal nú í kvöld. Jakob Sævar vann öruggan sigur með 5,5 vinninga af 6 mögulegum í eldri flokki. Tómas Veigar Sigurðarson varð í öðru sæti með 4,5 vinninga og Smári Sigurðsson og Sigurður G Daníelsson urðu jafnir í þriðja sæti með fjóra vinninga, en Smári varð hærri á stigum. Smári hreppti því önnur verðlaun og Sigurður Daníelsson þriðju verðlaun þar sem Tómas keppti sem gestur á mótinu. Úrslit í 5. umferð og 6. umferð.

2009-10-15 01.10.10
 

             Smári, Jakob og Tómas Veigar. 

Lokastaðan: 

  Sigurðsson Jakob Sævar 1824 GM Hellir 5.5 20.0   13.0
  Sigurðarson Tómas Veigar 1990 Víkingakl.  4.5 23.0 15.0
  Sigurðsson Smári 1913 GM Hellir 4.0   20.5 13.0
  Daníelsson Sigurður G 1971 GM Hellir 4.0 20.5 13.0
  Ásmundsson Sigurbjörn 1185   GM Hellir 3.5 15.0 10.5
  Viðarsson Hlynur Snær 1071 GM Hellir 3.5 15.0 10.5
  Aðalsteinsson Hermann 1333 GM Hellir 2.5 21.5 16.0
  Akason Aevar 1456 GM-Hellir 2.5 20.5 13.5
  Hermannsson Jón Aðalsteinn 0 GM Hellir 2.5 16.0 10.5
  Kristjánsson Bjarni Jón 1061 GM Hellir 2.0 14.5 10.5
  Statkiewicz Jakub Piotr 0 GM Hellir 1.5 14.0 10.5
  Þórarinsson Helgi James 0 GM Hellir 0.0 15.5 10.5

 

Jón Aðalsteinn vann sigur í flokki 16 ára og yngri með 2,5 vinninga, Bjarni Jón Kristjánsson varð annar með 2 vinninga og Jakub Piotr Statkiewicz varð þriðji með 1,5 vinninga.

IMG 3137
 

             Bjarni Jón, Jón Aðalsteinn og Jakub. 

Mótið á chess-results.