Jakob stóð sig vel í Þýskalandi

Jakob Sævar Sigurðsson (1768) stóð sig vel á Arber Open sem lauk í gær í Þýskalandi. Jakob hlaut alls 4 vinninga í 9 skákum og endaði í 32.-37. sæti.

Jakob Sævar Sigurðsson

 

Sigurður Eiríksson SA (1950) stóð sig enn betur því hann hlaut 5 vinninga og endaði í 16.-21. sæti af 55 keppendum. Sigurður varð efstur keppenda með minna en 2000 skákstig. 

Sigurvegari mótsins varð rússneski stórmeistarinn Evgeny Vorobiov (2583)

Heimasíða mótsins