28.1.2011 kl. 23:00
Jóhann Sigurðsson. Minning.
Jóhann Sigurðsson á Stórutjörnum og einn af stofnfélögum Goðans, lést snemma í janúar, en hann var þá staddur erlendis. Útför hans fór fram frá Akureyrarkirkju í dag, að viðstöddu fjölmenni.
Jóhann Sigurðsson.
Jóhann var mjög virkur á upphafsárum Goðans og mætti þá á allar skákæfingar og skákmót sem Goðinn hélt. Jóhann varð í öðru sæti á Skákþingi Goðans árið 2005 en Ármann Olgeirsson hreppti þá titilinn á stigum. Jóhann varð einnig í öðru sæti á Hraðskákmót Goðans árið 2005 og í þriðja sæti á fyrsta skákmóti Goðans árið 2004 á eftir Baldri Daníelssyni og Ármanni.
Jóhann tefldi með Skákfélagi Akureyrar í mörg ár áður en hann flutti í Stórutjarnir og gekk í raðir Goðans.
Jóhann tók þátt í nýliðnu hraðskákmóti Goðans á Húsavík sem var hans síðasta skákmót.
Ritstjóri vottar fjölskyldu og ættingjum Jóhanns samúð sína.
