26.1.2011 kl. 10:43
Jón efstur á hraðkvöldi Hellis.
Okkar maður,Jón Þorvaldsson, varð efstur ásamt og Sæbirni Guðfinnsson með 5,5v á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 24. janúar sl. Eftir stigaútreikning var Sæbjörn úrskurðaður sigurvegari á sigum en Jón hlaut annað sætið. Þar kom Jóni í koll að mæta ekki fyrr en við upphaf annarrar umferðar því hann tapaði ekki skák í mótinu sjálfu. Jón fann ekki réttan inngang í félagsaðstöðu Hellis og missti því af fyrstu umferð.
Efstu menn á hraðkvöldinu.
| Röð | Nafn | V. | Stig |
| 1 | Sæbjörn Guðfinnsson | 5½ | 30 |
| 2 | Jón Þorvaldsson | 5½ | 28 |
| 3 | Jón Úlfljótsson | 5 | 30 |
| 4 | Vigfús Vigfússon | 4 | 29 |
| 5 | Birkir Karl Sigurðsson | 4 | 27 |
