Jón Kristinn Þorgeirsson (FM Jokksi99) kom fyrstur í mark í Íslandsmótinu í netskák sem lauk 29. desember. Alls voru tefld 8 mót í mótasyrpunni og giltu 5 bestu mótin til stiga (samanlagðir vinningar), með þeirri undantekningu að lokamótið taldi tvöfalt. Jón Kristinn endaði með 38 vinninga, sem var aðeins einum vinningi meira en Davíð Kjartansson (IM Yuwono) sem var með 37 vinninga. Róbert Lagerman (FM MRBigtimer) fylgdi fast á hæla þeirra með 36 vinninga.

Alls tóku 62 keppendur þátt í mótasyrpunni, en skoða má lokastöðu syrpunnar hér.

Lokastaða efstu manna:

  1. Jón Kristinn Þorgeirsson 38
  2. Davíð Kjartansson 37
  3. Róbert Lagerman 36
  4. Dagur Ragnarsson (FM DagurR) 33
  5. Jóhann H. Ragnarsson (Borgarfjordureystri) 31.5
  6. Jón Viktor Gunnarsson (IM morfius) 31
  7. Tómas Veigar Sigurðarson (lakituba) 30.5
  8. Ögmundur Kristinsson (Oddigulli) 28
  9. Guðmundur Stefán Gíslason (FM gummigisla) 27
  10. Andri Freyr Björgvinsson (Freysi) 27

Aukaverðlaun

Veitt voru aukaverðlaun í fjórum flokkum, en þau eru demantsaðgangur að Chess.com. Aðeins er hægt að vinna til verðlauna í einum flokki. Skiptast þau þannig:

60 ára og eldri

  1. Ögmundur Kristinsson (Oddigulli) 5 mánuðir
  2. Tómas Ponzi (tponzi) 3 mánuðir

15 ára og yngri

  1. Gunnar Erik Guðmundsson (GunnarErik) 5 mánuðir
  2. Benedikt Briem (benedikt2f) 3 mánuðir

U/2100 Fide stig

  1. Jóhann H. Ragnarsson (Borgarfjordureystri) 5 mánuðir
  2. Tómas Veigar Sigurðarson (lakituba) 3 mánuðir

U/1800 Fide stig

  1. Sigurður Eiríksson (sigurdure) 5 mánuðir
  2. Þórður Grímsson (Biskupstunga) 3 mánuðir

Íslandsmeistarar í netskák

  • 2019 – Jón Kristinn Þorgeirsson
  • 2018 – Féll niður
  • 2017 – Féll niður
  • 2016 – Jón Kristinn Þorgeirsson
  • 2015 – Davíð Kjartansson
  • 2014 – Davíð Kjartansson
  • 2013 – Bragi Þorfinnsson
  • 2012 – Davíð Kjartansson
  • 2011 – Davíð Kjartansson
  • 2010 – Davíð Kjartansson
  • 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
  • 2008 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2007 – Stefán Kristjánsson
  • 2006 – Snorri G. Bergsson
  • 2005 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 – Stefán Kristjánsson
  • 2003 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2002 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2001 – Helgi Áss Grétarsson
  • 2000 – Stefán Kristjánsson
  • 1999 – Davíð Kjartansson
  • 1998 – Róbert Lagerman
  • 1997 – Benedikt Jónasson
  • 1996 – Þráinn Vigfússon