23.4.2014 kl. 21:40
Jón og Kristján Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák
Jón Aðalsteinn Hermannsson Litlulaugaskóla og Kristján Davíð Björnsson Stórutjarnaskóla urðu í dag Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák hvor í sínum aldursflokki, er þeir báru sigur út bítum eftir harða baráttu. Jó Aðalsteinn og Eyþór Kári Ingólfsson Stórutjarnaskóla unnu tvær fyrstu skákirnar í eldri flokki og mættust svo í lokaumferðinni og gerðu þar jafntefli. Þeir voru því jafnir með 2,5 vinninga og háðu því hraðskákeinvígi um titilinn þar sem Jón vann báðar skákirnar. Þeir hafa báðir unnið sér keppnisréttinn á Umdæmismótið á Akureyri á laugardag.
Eyþór, Jón Aðalsteinn, Jakub og Arnar.
Lokastaðan í eldri flokki.
1. Jón Aðalsteinn Hermannsson 2,5 +2
2. Eyþór Kári Ingólfsson 2,5
3. Jakub Piotr 1
4. Arnar Ólafsson 0
Kristján Davíð Björnsson og Snorri Már Vagnsson báðir úr Stórutjarnaskóla urðu efstir og jafnir með 4 vinninga af 5 mögulegum í yngri flokki og háðu einnig hraðskákeinvígi. Kristján Davíð vann báðar skákirnar og þar með sigurinn í yngri flokki. Kristján og Snorri unnu sér keppnisrétt á umdæmismótinu á Akureyri á laugardag, en Björn Gunnar Jónsson Borgarhólsskóla sem varð í þriðja sæti, mun keppa á mótinu þar sem Snorri á ekki heimangengt á laugardag.
Stefán, Björn, Snorri og Helgi. Magnús og Kristján Davíð fremst.
Lokastaðan í yngri flokki.
1. Kristján Davíð Björnsson 4 +2
2. Snorri Már Vagnsson 4
3. Björn Gunnar Jónsson 3
4. Helgi Þorleifur Þórhallsson 2
5-6. Magnús Máni Sigurgeirsson 1
5-6. Stefán Bogi Aðalsteinsson 1