4.1.2009 kl. 16:55
Keppni við SAUST 11 janúar.
Sunnudaginn 11 janúar nk. verður atskákkeppni við skáksamband Austurlands (SAUST) í Mývatnssveit. Austfirðingar mæta með 5 keppendur og Goðinn stillir upp 5 keppendum til keppni við þá. Tefldar verða 5 atskákir (25 mín/mann) Allir keppendur Goðans tefla við alla SAUST-menn og öfugt. Mótið verður reiknað til atskákstiga.
Mótið fer fram í hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit og hefst það kl 13:00 sunnudaginn 11 janúar.
Í fyrra höfðum við sigur gegn SAUST 14-11 á Egilsstöðum og reikna má með því að Austfirðingar vilja jafna metin nú. Eftirtaldir tefla fyrir hönd Goðans.
Pétur Gíslason 1855
Smári Sigurðsson 1800
Rúnar Ísleifsson 1740
Baldvin þ Jóhannesson 1510
Ármann Olgeirsson 1490
