4.1.2008 kl. 16:54
Keppni við skáksamband Austurlands.
Laugardaginn 12 janúar fer fram keppni á milli Goðans og skáksambands Austurlands (SAUST) og verður hún haldin á Egilsstöðum. Við sendum 5 keppendur austur sem tefla við jafnmarga austfirðinga. Tefldar verða 5 atskákir (25 mín) á mann, þannig að allir úr okkar liði tefla eina skák við alla úr liði SAUST. Mótið verður reiknað til atstiga. Reiknað er með að keppnin hefjist kl 13:00 og ljúki um kl 18:00.
Ekki er búið að velja alla keppendur í okkar lið, þannig að áhugasamir geta haft samband við formann og skráð sig hjá honum. Nánar verður fjallað um mót þetta hér á síðunni, þegar nær dregur. Verði verðurfar óhagstætt þann 12, verður keppninni frestað til 19 janúar. H.A.
