31.7.2011 kl. 23:03
Landskeppni við Færeyinga.
Árleg landskeppni við Færeyinga fer fram daganna 6-7 ágúst nk. Fyrri umferðin verður tefld laugardaginn 6. ágúst á Húsavík, í aðstöðu Goðans í sal Framsýnar-stéttarfélags Garðarsbraut 26 og hefst taflmennskan kl 18:00. Síðari umferðin verður tefld í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl 14:00 sunnudaginn 7. ágúst.
Lið Íslands verður skipað liðsmönnum fra SA, Mátum, SAUST og Goðanum.
Lið Færeyinga (óstaðfest)
1 John Rødgaard 2332 2343
2 Sjúrður Thorsteinsson 2161 2148
3 Rógvi E. Nielsen 2103 2112
4 Wille Olsen 2060 2061
5 Herluf Hansen 2031 2049
6 Jákup á R. Andrease 1898 1969
7 Arild Rimestad 1818 1728
8 Andreas Andreasen 1878 1935
9 Wensil Højgaard 1779 1850
10 Rógvi Olsen 1715
11 Hanus Ingi Hansen 1615
Lið Íslands í fyrri umferð á Húsavík. (óstaðfest)
1. Sigurður Daði Sigfússon Goðinn
2. Áskell Örn Kárason SA
3. Halldór Brynjar Halldórsson SA
4. Gylfi Þórhallsson SA
5. Rúnar Sigurpálsson Mátar
6. Sigurður Arnarson SA
7. Viðar Jónsson SAUST
8. Sigurður Eiríksson SA
9. Mikael Jóhann Karlsson SA
10. Jakob Sævar Sigurðsson Goðinn
11. Smári Sigurðsson Goðinn
Sagt verður nánar frá þessari landskeppni þegar nær dregur.
