Margir hafa skráð sig til keppni á Landsmót 50+ sem fram fer um komandi helgi, 20-22 júní á Húsavík. Lokað hefur verið fyrir skráningu í Boccia og Bogfimi, en í aðrar greinar hefur skráningarfresturinn verið Landsmót 50+framlengdur til miðnættis annað kvöld, miðvikudagskvöld 18. júní og þar á meðal í skák. Allir sem eru fæddir 1964 eða fyrr geta tekið þátt í mótinu. Keppni í skák, sem fer fram í Borgarhólsskóla, hefst kl 13:00 laugardaginn 21. júní og stendur fram eftir degi. Tefldar verða 25 mín skákir og fer umferðafjöldin eftir þátttöku.  Hermann Aðalsteinsson er mótssjóri.

Allir sem skrá sig til keppni VERÐA að koma við hjá mótsstjórn sem er staðsett á Grænatorginu í íþróttahúsinu á Húsavík og fá þar keppnisgögn og armbönd og greiða keppnisgjaldið hafi þeir ekki gert það í gegnum skráningarsíðu UMFÍ. Eins er hægt að skrá sig til leiks í skák á laugardaginn á Grænatorginu og fá armbönd. Keppnisgjaldið er 3.500 kr og gildir skráningin líka í allar aðrar greinar sem keppt er í á mótinu. Það skal tekið sérstaklega fram að enginn fær að keppa nema sýna armböndin.

Skráning fer fram hér

[ads]