Lenka Ptácnikóvá varð í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóð sig frábærlega í áskorendaflokki og endaði þar í öðru sæti. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir varð í öðru sæti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir þriðja. Sigurður Daði Sigfússon vann sigur í áskorendaflokki með 7,5 vinninga af 9 mögulegum, Lenka varð önnur með 7 vinninga og Davíð Kjartansson varð þriðji með 6,5 vinninga. Lenka og Sigurður Daði hafa tryggt sér keppnisrétt í landsliðsflokki að ári. Magnús Teitsson, sem leiddi mótið framan af, gaf eftir á lokasprettinum og varð í 6. sæti með 6 vinninga líkt og Kristján Eðvarðsson og Sævar Bjarnason. Sjá lokastöðuna í áskorendaflokki.

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er Íslandsmeistari í skák 2014 og tryggði Guðmundur sér sinn annan stórmeistaraáfanga með sigrinum. Árangur Guðmundar kemur verulega á óvart – enda var hann aðeins sjöundi í stigaröð tíu keppenda. Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson urðu í 2.-3. sæti vinningi á eftir Guðmundi. Þröstur Þórhallsson varð fjórði með 5 vinninga, Helgi Áss Grétarsson sjöundi með 4 vinninga og Einar Hjalti Jensson áttundi með 3,5 vinninga. Lokastöðuna má sjá hér