Barna- og unglingaæfingum Hugins í Mjóddinni lýkur næsta mánudag 14. maí. Æfingarnar í vetur verða alls 32 að lokaæfingunni meðtalinni.. Engir hafa samt mætt betur í vetur en Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Árni Bnediktsson og Brynjólfur Yan Brynjólfsson. Þeir hafa mætt á flestar allar æfingarnar og einnig á unglingameistarmót Hugins og páskaeggjamótið sem reiknast með í mætingunni svo alls eru þeir komnir með fleiri en 30 mætingar og geta bætt einni við á lokaæfingunni. Þeir sem hafa mætt 20 sinnum eða oftar í vetur fá bókarverðlaun á mánudaginn. Það hafa 13 krakkar náð því nú þegar og tveir eru með 19 mætingar og geta bæst við í þann hóp á mánudaginn eins og sést á yfirlitinu hér fyrir neðan.
Í stigakeppni vetrarins er löngu ljóst að Rayan Sharifa hefur sigrað. Hann er kominn með 50 stig, langt í næstu menn og fyrsti sigurinn í stigakeppnin í höfn. Í öðru sæti er Batel Goitom Haile með 39 stig og verður henni ekki haggað þaðan. Jafn öruggur í þriðja sæti er svo Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 32 stig.
Á æfingunni verða tefldar 5 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á leik. Þátttakendur leysa verkefni og um miðbik æfingarinnar gerum við okkur dagamun.
Með besta mætingu eru:
Einar Dagur Brynjarsson 33 mætingar
Rayan Sharifa 32 —-“——
Árni Benediktsson 31 —-“——
Brynjólfur Yan Brynjólfsson 31 —-“——
Viktor Már Guðmundsson 31 —-“——
Elfar Ingi Þorsteinsson 29 —-“——
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 28 —-“——
Garðar Már Einarsson 27 —-“——
Andri Hrannar Elvarsson 23 —-“——
Batel Goitom Haile 22 —-“——
Kiril Alexander Igorsson 22 —-“——
Sigurður Sveinn Guðjónsson 21 —-“——
Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 19 —-“——
Wibet Goitom Haile 19 —-“——
Efstir í stigakeppninni:
Rayan Sharifa 56 stig
Batel Goitom Haile 39 –
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 32 –
Árni Benediktssonn 26 –
Sigurður Sveinn Guðjónsson 16 –
Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 15 –
Elfar Ingi Þorsteinsson 14 –
Einar Dagur Brynjarsson 12 –
Viktor Már Guðmundsson 10 –