2.10.2008 kl. 09:43
Lokaæfing fyrir Íslandsmót.
Í gærkvöld fór fram lokaæfing fyrir Íslandsmót skákfélaga. Tefld var ein æfingaskák á mann. Umhugsunartíminn var 90 mín + 30 sek á mann. Það mættu aðeins 6 keppendur og skýrist það af óhagstæðu tíðarfari, snjókomu og hálku. Úrslit urðu eftirfarandi :
Baldur Daníelsson – Pétur Gíslason 0 – 1
Hermann Aðalsteinsson – Baldvin Þ Jóhannesson 0,5 – 0,5
Hallur Birkir Reynisson – Sigurbjörn Ásmundsson 1 – 0
Íslandsmót skákfélaga hefst á morgun. H.A
