Það var engin lognmolla í fyrstu umferð Meistaramóts Hugins sem hófst í kvöld. Draumur skákstjórans um rólega og stutta fyrstu umferð rættist ekki því síðast skák klárðist ekki fyrr en um miðnætti og sjálfur bar hann nokkra ábyrgð á þessu með að vera næst síðastur til að klára. Það komu tvenn óvænt úrslit í í fyrstu umferð. Héðinn Briem vann Dag Ragnarsson í þeirri skák sem lengst stóð, eftir að Dagur fórnaði manni í jafnteflislegri stöðu. Héðinn var þegar þar var komið sögu mjög tímanaumur og þurfti að tefla lengi við þær aðstæður en reyndist vandanum vaxinn. Hann viðurkenndi samt eftir skákina að hann hefði verið orðinn svo skekinn af atganginum að hann hefði verið að því kominn að leika peði afturá bak. Mikael Jóhann Karlsson lék af sé drottningu á móti Heimi Páli Ragnarssyni og þurfti að lúta í lægra haldi. Vigfús var svo hætt kominn á móti Stephan Briem en hafði sigur í tímahrakinu undir lok skákar. 2. umferð verður tefld á morgun fimmtudaginn 1. september og hefst kl. 19.30. Þá mætast m.a. Aron Þór – Davíð, Sævar – Jón Eggert og Heimir Páll -Jón Trausti.
Úrslit 1. umferðar í chess-results: