30.4.2011 kl. 21:12
Mikael og Jón Kristinn kjördæmismeistarar fyrir Norðurland-eystra.
Mikael Jóhann Karlsson og Jón Kristinn Þorgeirsson urðu kjördæmismeistarar í eldri og yngri flokki í skólaskák, en kjördæmismótið var haldið á Akureyri í dag. þeir unnu báðir sína flokka með fullu húsi vinninga. Hersteinn Heiðarsson og Logi Jónsson urðu jafnir í 2-3. sæti með 5 vinninga og háðu því aukakeppni til að skera úr um hvor þeirra hreppti annað sætið, en það sæti gefur keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem haldið verður á Akureyri um miðjan maí. Hersteinn hafði betur í þeirri keppni en tvær 15 mín skákir og tvær hraðskákir þurfti til að skera úr um það.
Snorri Hallgrímsson Borgarhólsskóla varð í fjórða sæti með 4 vinninga og Valur Heiðar Einarsson Borgarhólsskóla varð í 5. sæti með 2,5 vinninga.
Keppendur í eldri flokki: Logi Rúnar Jónsson, Hersteinn Heiðarsson, Birkir Freyr Hauksson, Mikael Jóhann Karlsson, Jóhanna Þorgilsdóttir, Valur Heiðar Einarsson, Snorri Hallgrímsson og Svavar Hinriksson.
Úrslitin í eldri flokki:
1. Mikael Jóhann Karlsson Brekkuskóla 7 vinninga af 7.
2. Hersteinn Heiðarsson Glerárskóla 5 (+ 3)
3. Logi Rúnar Jónsson Glerárskóla 5 (+1)
4. Snorri Hallgrímsson Borgarhólsskóla 4
5. Valur Heiðar Einarsson Borgarhólsskóla 2,5
6. Birkir Freyr Hauksson Glerárskóla 2
7. Jóhanna þorgilsdóttir Valsárskóla 1,5
8. Svavar A Hinrkisson Valsárskóla 1
Jón Kristinn Þorgeirsson Lundaskóla vann eins og áður segir yngri flokkinn örugglega en Aðalsteinn Leifsson Brekkuskóla, varð í öðru sæti með 4 vinninga. Jafnir í 3-4 sæti urðu þeir Sævar Gylfason Valsárskóla og Oliver Ísak Ólason Brekkuskóla og háðu þeir aukakeppni um þriðja sætið, því það sæti gefur keppnisrétt á landsmótinu í skólaskák. Sævar vann þá keppni 2-0. Ari Rúnar Gunnarsson Reykjahlíðarskóla varð í 5-6 sæti ásamt Telmu Eir Aradóttur Valsárskóla með 1. vinning. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma í báðuð flokkum.
Keppendur í yngri flokki: Jón Kristinn Þorgeirsson, Aðalsteinn Leifsson, Sævar Gylfason, Telma Eir Aradóttir, Ari Rúnar Gunnarsson og Oliver Ísak Ólason fremst.
Úrslitin í yngri flokki:
1. Jón Kristinn Þorgeirsson Lundarskóla 5 vinninga af 5
2. Aðalsteinn Leifsson Brekkuskóla 4
3. Sævar Gylfason Valsárskóla 2 (+2)
4. Oliver Ísak Ólason Brekkuskóla 2 (+0)
5. Ari Rúnar Gunnarsson Reykjahlíðarskóla 1
6. Telma Eir Arasóttir Valsárskóla 1
