Séð yfir salinn
Hermann Aðalsteinsson formaður Hugins tók þátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grundu í október sl. í Las Vegas. Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun hans um mótið frá hans bæjardyrum séð.
Milljónaskákmótið (Millonarechess open) sem var haldið á Planet Hollywood Hotel and Casino in Las Vegas, Nevada í Bandaríkjnum 9.-12. október sl. markaði tímamót í skákmótahaldi á heimsvísu. Aldrei áður í sögunni hafði verið haldið opið skákmót með hærra samanlagt verðlaunafé en á þessu móti. Heildarverðlaunaféð var 1 milljón dollara, sem er um 120 milljónir ísl. króna.

Það voru skákmennirnir sjálfir sem tóku þátt í mótinu, sem fjármögnuðu verðlaunin að meirihluta með mjög háum þáttttökugjöldum eða 1000 dollurum, (120 þús ísl. króna). Þetta voru hæstu þátttökugjöld í opnu skákmóti hingað til. Allir þátttakendur greiddu sama gjald og skipti engu hvort um var að ræða stórmeistara eða stigalága skákmenn. Í flestum venjulegum skákmótum fá stórmeistarar ókeypis í mót og stundum aðrir titilhafar (IM, FM), en þeir stigalægri greiða þátttökugjöld og þeim mun hærri gjöld sem skákstigin eru lægri.
Mótinu var skipt upp í 6 styrkleikaflokka. Opinn flokkur þar sem allir stórmeistararnir kepptu og langflestir IM og FM meistararnir. Svo var keppt í U-2200 stiga flokk, U-2000, U-1800, U-1600 og U-1400 stigaflokkur. 100.000 dolluruum var heitið fyrir sigurvegarann í opna flokknum en 40.000 dollurum hinum flokkunum og svo fóru peningaverðlaunin stig lækkandi alveg niður í 50. sæti í hverjum flokku. Þeir sem lentu í 20-50 sæti í hverjum flokki fengu td. 600 dollara í sinn hlut sem eru um 65.000 krónur, sem er auðvitað stór upphæð miðað við allt. Þeir sem lentu í 8-20. sæti í hverjum flokki fengu í sinn hlut 1000 dollara, og náðu þannig þátttökugjaldinu til baka. 570 keppendur frá 44 löndum tóku þátt í mótinu svo að ljóst var að fáir keppendur færu heim án einhverra verðlauna. Flestir myndu vinna eitthvað.

Það var Bandaríski stórmeistarinn Mauric Ashley sem var fyrsti blökkumaðurinn til þess að verða stórmeistari í skák sem hélt mótið, ásamt Amy Lee, sem er fjárfestir frá Vankúver í Kanada og ein auðugasta kona Kanada. Þau gáfu út fréttatilkynningu um að það ætluðu að halda þetta mót í janúar sl. Upphaflega var tilkynningin á þá vegu að opnað var fyrir skráningu í mótið í janúar og þau gáfu það út að þau myndu hætta við að halda mótið ef 1500 skákmenn væru ekki búnir að skrá sig til leiks og borga þátttökugjaldið fyrir 31. mars sl. og endurgreiða þeim sem væru búnir að skrá sig til leiks. Margir töldu að þau væru gegnin af göflunum með þetta verkefni.

Hvernig datt þeim í hug að þau gætu fengið 1500 skákmenn til þess að borga 1000 dollara fyrir það að taka þátt í skákmóti í Las Vegas ? Las Vegas er nú þekkt fyrir allt annað en skák og fengu þau mikla gagnrýni fyrir þetta allt saman. Það kom líka á daginn að einungis 76 skákmenn skráðu sig til leiks fyrir 31. mars og var undirritaður einn af þeim, einn Íslendinga. 1. apríl gáfu þau út tilkynningu um að þau myndu skýra opinberlega frá því þann 8. apríl hvort mótið yrði yfir höfðu haldið.

Mörgum til undrunar tóku þau þá ákvörðun um að halda mótinu til streitu þrátt fyrir dræm viðbrögð í fyrstu og vakti það mjög mikla athygli í skákheiminum á heimsvísu. Þau voru einnig búin að gefa það út að 1. ágúst myndi þátttökugjaldið hækka í 1500 dollara (um170 þús kr) og þeir sem ætluðu sér að vera með væri fyrir bestu að skrá sig til leiks fyrir þann tíma. Það plan snarvirkaði og síðustu daganna í júlí skráð sig um 450 manns til leiks og ljóst var að þetta yrði alveg þokkalega stórt mót þó svo að augljóst væri að Amy Lee þyrfti að punga út amk. 500.000 dollurum bara til þess að standa við verðlaunagreiðslurnar. Þá var ótalinn allur annar kostnaður vegna starfsfólks, húsaleigu, öryggisgæslu og þess háttar. Hún gaf það út að þau litu svo á að þetta væri aðeins fyrsta mótið af mörgum og fórnarkostnaður við það væri þess vegna réttlætanlegur þar sem þau stefna hærra með þetta mót til framtíðar og ætla sér að halda milljónamótið árlega héðan í frá.
Í viðtali við Amy á Kanadískri sjónvarpsstöð skömmu fyrir mótið sagði hún að þau stefndu á að gera þetta álíka stórt og heimsmeistarakeppnin í póker og sagði frá því að fyrsta pókermótið hefði byrjað með svipuð hætti og milljónamótið. Þar að segja að færri mættu til leiks en til stóð á fyrsta mótið, sem haldið var fyrir mörgum árum, en svo rættist úr því og í dag er umrætt pókermót risavaxið með gríðarlega háum peninga verðlaunum og svakalega háum þátttökugjöldum. Ef ég man rétt þá borga keppendur eina og hálfa milljón króna fyrir það að taka þátt í umræddu pókermóti og heildarverðlaunaféð skiptir milljörðum króna.

Margir aðrir Íslenskir skákmenn sýndur þessu móti áhuga og langaði til þess að vera með, en fjarlægðin til Las Vegas og há þátttökugjöld voru ma. til þess að sumir þeirra hættu við þátttöku. Það fór þó svo að níu manna hópur fór til Las Vegas. Þar af tóku fimm skákmenn þátt í mótinu. Það voru Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák, Björn Þorfinnsson og Dagur Arngrímsson, sem allir tóku þátt í opna flokknum. Ólafur Kjartansson (bróðir Guðmundar) tók þátt í U2200 stiga flokknum og undirritaður sem tók þátt í U-1600 stiga flokknum. Hanna Einarsdóttir kærasta Dags Arngrímssonar fór einnig með og það gerðu líka Þórdís Björk Þorfinnsdóttir systir Björns og Stefán Bergsson. Þórdís og Stefán fóru sem aðstoðarfólk Hjálmars Einarssonar kvikmyndagerðarmanns, en Hjámar er að vinna að heimildamynd um skák á Íslandi og verður efni frá Milljónamótinu partur af væntanlegri heimildamynd. Hjálmar tók upp um 1000 mín af efni í ferðinni og verður spennandi og skemmtilegt að sjá afraksturinn þegar þar að kemur.

Guðmundur, Björn, Dagur og Ólafur voru vanir þáttöku í skákmótum á erlendri grundu en ég var að taka þátt í mínu fyrsta skákmóti utan íslands og var eðlilega nánst að farast úr spenningi, daganna og vikurnar fyrir mótið. Ljóst var að þetta yrði mjög sögulegt mót í alla staði og kanski ekki síst vegna staðsetningarinnar. Staðsetningin var auðvitað snilld.
Allir hafa heyrt um Las Vegas. Flugsamgöngur eru greiðar þangað því flogið er beint til Vegas frá nánst öllum borgum í USA og Kanada og er tiltölulega ódýrt flug. Las Vegas er náttúrulega gríðarlega skemmtilegur staður og það ætti engum að leiðast þar. Svo er veðrið alltaf gott þar og meðan á mótinu stóð var 30-40 stiga hiti og sól í Vegas. Hótelin eru líka í ódýrari kantinum og borgaði ég samtals um 90.000 krónur fyrir svítu, sem ég hafði reyndar ekki bókað en fékk samt, í sjö nætur sem er ekki mjög dýrt. Sennilega hefur það verið vegna þess að ég var frá Íslandi og þess vegna álitið að ég ætti nóg af pengingum sem ég ætlaði að eyða í spilavítinu á neðstu hæðinn.

Aðstæður á skákstað voru til fyrirmyndar. Teflt var í gríðarstórum sal sem hægt var að stækka enn frekar. Búið var að stilla upp stórum veggspjöldum með myndum af öllum heimsmeisturunm í skák frá upphafi og þjóðfánar allra landa sem áttu fulltrúa á mótinu var stillt upp bak við sviðið þar sem átta efstu borðin voru í opna flokknum. Skákborðunum var raða upp í nokkrar lengjur og dúkalögð og minnti helst á stóra veislu. Það var hátt til lofts og vítt til veggja og ég hef aldrei verið á skákmóti þar sem ríkti eins mikil þögn í skáksalnum og í Las Vegas, þrátt fyrir fjölda keppenda. Stólarnir voru þægilegir og gólfið í salnunm var teppalagt með þykku teppi þannig að enginn var var við umgang. Lýsingin í salnum hefði þó mátt vera aðeins betri en hitastigið var mátulegt. Nægt pláss var á milli borðaraðanna.
Teflt var á sérstökum skákdúkum merktum Milljónaskákmótinu í bak og fyrir og taflmennirnir voru nægilega þungir. Eini gallinn var að bókstafirnir og tölustafirnir á skákdúkunum voru bara merkt á tveim hliðum, en ekki allan hringinn. Klukkurnar voru sömu gerðar og við þekkjum hér heima DGT 2010. Eini hávaðinn sem heyrðist í salnum var í loftræstingunni, sem gekk stöðugt.

Skákmenningin í Ameríku er töluvert frábrugðin frá því sem við þekkjum hér á Íslandi. Í Ameríku tíðkast það að skákmenn komi sjálfir með töfl og klukkur með sér í mótin, þar sem það þekkist varla að mótshaldara skaffi töfl og klukkur. Milljónamótið skaffaði allan búnað og var ég var við hrifningu heimamanna á því. Þetta var eitthvað sem þeir voru ekki vanir. Eins bauðst keppendum að kaupa töfl á aðeins 20 dolllara (2200 kr) sem margir gerðu, ma. ég. Margir fengu Maurice og Amy til að árita töflin, en ég klikkaði á því.

Tímamörkin voru 120 mín á mann á fyrstu 40 leikina með 5 sek töf (delay), (klukkan fór ekki af stað fyrr en að 5 sek liðnum eftir að búið var að ýta á hana) og svo bættust 30 mín við ef skákinni var ekki lokið áður en 40 leikja markinu var náð. Reyndar var það skrýtið að 30 mínúturnar bættust ekki við fyrr en 120 mín voru alveg búnar og olli það uppnámi hjá sumum, ma. mér og spurði ég einn af skákstjórunum afhverju 30 mín bættust ekki við þegar ég var búinn að leika mínum 40. leik í fyrstu skákinni. Hann úrskýrði þessa stillingu fyrir mér. En þetta fannst mér undarlegt og ég var ekki einn um það. Þetta gat valdið ruglingi. Á skákmótum í Ameríku tíðkast einnig að tefla tvær kappskákir á dag, sem er mjög stíft, en í Evrópu og hér heima er oftast bara ein skák á dag í stærri mótum.

Bandaríkjamenn eru mjög aftarlega á merinni varðandi pörun og að koma úrslitaupplýsingum á framfæri á netinu. Þeir notuðu eitthvað amerískt system í neðri flokkunum sem var óskaplega seinlegt og gamaldags. Keppendur þurfu að láta skrá úrslitin á pappír, í stað þess að slá þetta beint inn í tölvu og uppfæra strax út á netið, eins og við þekkjum sem nota Swiss-manager og chess-results. Varpa síðan úrslitunum upp á vegg með skjávarpa. Maður hefði nú haldið að á svona stóru og flottu móti þar sem allar aðstæður voru tipp topp að menn myndu ekki klikka á svona löguðu.
Upplýsingagjöfin út á netið til áhugafólks út um allan heim var afar slök og voru skákmenn hér heima á frónni hissa á þessu og fengu oft ekki upplýsingar um úrslit fyrr en einhver póstaði á facebook gengi sínu í liðinni umferð og það jafnvel nokkrum klukkutímum eftir að umferðinni lauk. Þetta er eitthvað sem Mauric og Amy þurfa að laga fyrir næsta mót.

Svo var annað sem var óskiljanlegt. Keppendur í opna flokknum voru paraðir eftir Swiss-magnager og úrslitin færð út á chess-results en ekki í neðri flokkunum. Þrátt fyrir það virtist sem þeir hefðu ekki nægilega góða þekkingu á því kerfi því langan tíma tók að koma úrslitunum úr opna flokknum til skila á netinu og heimasíða mótins datt niður af og til sennilega vegna álags, því ansi margir fylgdust með mótinu, bæði live útsendingum á netinu og úrslitum.

Umferðirnar byrjuðu yfirleitt á slaginu, nema sú þriðja þar sem eitthvað klúður varð við pörun í U-1400 stiga flokknum. Ameríski þjóðsönguinn var sunginn við upphaf 1. umferðar og tafði það aðeins, en það var af skiljanlegum ástæðum. Mér fannst það kjánalegt, þar sem mjög margir skákmenn í mótinu voru alls ekki frá USA, en hvað um það. Maurice og Amy fluttu stuttar ræður og aðalskákstjóri mótsins fór yfir reglurnar í mótinu. 30 mín reglan gillti, Ég sá amk. eina þannig skák í mínum flokki, en veit ekki hversu algengt þetta var heillt yfir.

Mikil og ströng öryggsgæsla var að staðnum og fékk enginn keppandi að fara inn í skáksalinn án þess að fara í gegnum málmleitarhlið og ef menn voru með eitthvað í poka, td. drykki og slíkt, þá var skoðað í hann. Ástæðan fyrir þessari ströngu gæslu var einföld. Hætta á svindli var talin mikil þar sem verðlaunin í mótinu voru há og talið líklegt að einhverjir myndu reyna að svindla.
Nú til dags er hægt að fá mjög sterk og öflug skákforrit í snjallsíma og þar sem margir eiga slíkt í dag var algjörleg bannað að fara með síma á sér inn í skáksalinn. Reyndar voru öll rafeindatæki bönnuð og keppendum ráðlagt að skilja símanna sína eftir á herbergjum. Hægt að fá að geyma símanna í pokum merktum eigendum sínum skammt frá málmleitarhliðunum.
Keppendur sem þurftu að bregða sér á salernið meðan á skák þeirra stóð þurftu einnig að fara í gegnum málmleitar – hlið og líklamsleit ef með þurfti og baðherbergin voru skoðuð fyrir hverja umferð svo að menn gætu ekki falið síma eða önnur hjálpartæki inn á salernunum áður en hver umferð hófst. Með þessum aðferðum var að ég hygg, ómögulegt að svindla í mótinu.

Þegar skákum lauk fóru báðir aðilar að skákstjóraborðunum og tilkynntu úrslitin þar og fengu svo stimpil á handarbakið (M1 til M7) til þess að þeir sem sáu um öryggisgælsunar vissu hverjir voru búnir að tefla í hverri umferð. Rétt eins og á böllunum í Ýdölum hér í denn tid.
Fyrir upphaf fyrstu umferðar fengu allir keppendur sérstaka tösku með allskonar dóti í og ma. ókeypis áskrift að ICC í 6 mánuði. Í henni var pláss fyrir skákdúk og taflmenn og fylgdi vatnsbrúsi með.
Öllum keppendum var boðið til morgunverðar að amerískum sið daginn sem mótið hófst. Þar buðu Maurice og Amy keppendur velkomna og grínisti fór með gamanmál. Keppendur höfðu frí afnota af sérstöku VIP aðstöðu, sem var augljóslega notaður sem strippstaður við venjulegar aðstæður. Þar var einnig hægt að fá frítt nudd.

Keppendur gátu tekið þátt í hraðskákmóti eitt kvöldið, sem fór fram með þvílíkum ólíkindum að ég hef aldrei orðið vitni af öðru eins. Ég nefndi áðan að mér fannst pörun ganga hægt fyrir sig og upplýsingagjöf út á netið var hörmulega léleg í aðalmótinu, en það var hátíð miðað við hraðskákmótið….Ameríkanr kunna bara ekki að halda hraðskákmót….Tefldar voru 8 umferðir alls og maður tefldi tvær skákir við sama andstæðinginn með skiptum litum, sem mér fannst harla undarlegt. Þannig að ég tefldi bara við fjóra andstæðinga alls í hraðskákmótinu.
En jæja, látum það vera. Mér gekk reyndar nokkuð vel í mótinu,. Fékk 5 vinninga af 8 og tefld þar af tvær skákir við mjög sterkan ungling, sem var sonur hjóna sem eru bæði stórmeistarar. Ég vissi það reyndar ekki fyrr en eftir á.
Hraðskákmót á Íslandi sem er ekki nema 8 umferðir tekur venjulega rúmar 80 mínútur. En þess hörmung tók þrjá klukkutíma. Það tók helmingi lengri tíma að bíða eftir pörun við næsta andstæðing heldur en það tók að tefla tvær hraðskákir í mótinu. Ég tefldi 4-5 æfinga hraðskákir við hina og þessa sem ekki gilltu í mótinu á meðan beðið var eftir pörun.. Ég var orðlaus yfir þessu. Ótrúlegt alveg. Það hefði verið svo einfalt að skella þessu upp í Swiss-manager og keyra 8 umferða mót á mjög stuttum tíma þrátt fyrir að margir keppendur væru á hraðskákmótinu.
Ég endaði í 8. sæti með 5 vinninga í U-1600 flokknum af 34 keppendum og var bara nokkuð sáttur með það. Björn, Dagur, Gummi, Óli tóku ekki þátt í mótinu en Stefán tefldi fyrstu 4 skákirnar en hætti svo keppni þar sem honum ofbauð þessi hörmung.

Nokkur aukaverðlaun voru í boði á aðalmótin. Sem dæmi var að dregið var úr hópi þeirra keppenda sem unnu fyrstu 5 skákirnar í röð um boðsferð til Hawaii á skákmót og allur kostnaður greiddur, bæði flug og hótel. Fáklædd kona frá Hawaii kom dansandi inn í salinn undir músík ættaðri frá Hawaii við mikinn fögnuð viðstaddra, áður en dregið var um heppinn 5-0 skákmann.
Einnig var best klæddi keppandinn valinn á hverjum degi. Fyrir mótið lögðu þau Maurice og Amy mikla áherslu á að keppendur væru “snyrtilega” klæddir og lögðu blátt bann við stuttermabolum og hversdagsfötum. Sumir tóku þetta mjög alvarlega og mættu í sínu fínasta. Aðrir pældu ekkert í þessu og ég var ekki var við að það hefði neikvæðar afleiðingar fyrir þá. Ég pakkaði amk. mínum skástu fötum með fyrir ferðina.

Sem Íslendingi á skákmóti, sem er vanur því að svolgra í sig kaffi og hafa óheftan aðgang að því allan tímann, þá var ekkert slíkt í boði á mótinu og fannst mér það óþægilegt. Stefán Bergsson var hins vegar duglegur að bera kaffi í okkur Íslendinganna, þar sem hann var ekki að tefla. Hins vegar gat maður fengið frítt vatn eins og maður gat torgað og gengu stúlkur um með bakka á milli borða, hlaðna vatnsglösum.
Maurice og Amy verðlaunuðu þessa 76 keppendur sem skráðu sig til leiks fyrir 31. mars. sérstaklega með sérstöku VIP-korti, sem veitir 50% afslátt til lífstíðar taki einhver af þeim þátt aftur í Milljónamótinu. Eins og fram hefur komið var ég einn af þessum 76. Ég er auðvitað hæst ánægður með það og líkurnar aukast m.a. þess vegna á því að ég taki aftur þátt í þessum móti. Þó líklegt sé að það gerist ekki alveg á næstu árum. En hver veit.

Dagur Arngrímsson var sá eini af okkur sem komst í úrslitakeppni 4 efstu manna í sínum flokki. Í öllum flokkum var háð sérstök úrslitakeppni, milli fjögurra efstu manna. Það var ekki nóg að verða efstur í sínum flokki eftir aðalmótið til þess að vinna aðalverðlaunin. Það þurfti að tefla atskáka einvígi um efstu sætin. Dagur þurfti að vísu fyrst að fara í gegnum sérstakt playoff til þess að ákveða hver kæmist í keppni fjögurra efstu þar sem 6 skákmenn voru með jafn magra vinninga og Dagur. Dagur komst í gegn um það klakklaust. En þá var komið að alvörunni. Verðlaunin fyrir 1. sætið voru 40.000 dollarar eða um 5,7 milljónir ísl. króna og því eftir miklu að slægjast fyrir Dag. En Dagur var öruggur um að vinna amk. 5000 dollara, því hann gat ekki lent neðar en í fjórða sæti.

Dagur gerði jafntefi í fyrri skákinni, en tapaði seinni. Ljóst var því að hann ynni ekki 40.000 dollaranna. Hann tefldi því næst við þann sem tapaði hinni undanúrslita skákinni um 10.000 dollara sem voru verðlaunin fyrir 3. sætið. Dagur vann báðar skákirnar og tryggði sér 10.000 dollara vð mikinn fögnuð okkar sem á staðnum voru.

Wesley So frá Filipsseyjum vann aðalmótið og þar með 100.000 dollara. Það eru um 11 milljónir ísl króna. Sjá nánar hér : http://millionairechess.com/prizes/
En þá er besta að snúa sér að skákunum sjö sem ég tefldi.
Í 1. umferð mætti ég Vikraman Booloban (USA) með svörtu. Ég var gríðarlega stressaður fyrir þessa skák, enda var þetta mín fyrsta skák á erlendri grundu og spennan mikil. Ég hafði ekki hugmynd um hversu góður andstæðingurinn var þó svo að hann væri stigalægri en ég. Hann leit út fyrir að vera af Indverskum ættum, en þeir geta verið varasamir við skákborðið.
Þegar líða tók á skákina vann ég af honum peð og svo fljótlega annað. Í 34. leik vann ég af honum skiptamun og eftir það var ég með unnið. Hann gafst þó ekki upp fyrr en í 60. leik, en þá var ég búinn að vera með kolunna stöðu lengi og var búinn vekja upp drottningu og hann átti bara kónginn eftir. Ég giska á að hann hafi gefist upp í 60. leik vegna þess að þá var ekki hægt að skrifa fleiri leiki á skorblaðið og hann hefur líklega ekki nennt að sækja nýtt blað fyrir þessa fjóra leiki sem voru eftir af skákinni. Sigur í fyrstu skák á erlendri grund var gríðarlega mikilvægur fyrir mig og sérstaklega á svona móti. Þannig að ég var eðlilega afar ánægður.
[pgn]
[Event „Millionare“]
[Site „?“]
[Date „2014.10.09“]
[Round „1“]
[White „Vikraman, Baoballa“]
[Black „Adalsteinsson, Hermann“]
[Result „0-1“]
[ECO „C50“]
[WhiteElo „1423“]
[BlackElo „1550“]
[PlyCount „120“]
[SourceDate „2014.10.16“]
1. e4 e5 2. Nf3 Nc6 3. Bc4 h6 4. O-O Nf6 5. d4 d6 6. c3 Bg4 7. d5 Ne7 8. Nbd2
c6 9. dxc6 Nxc6 10. b4 a6 11. Qb3 Qc7 12. Bb2 b5 13. Be2 Be7 14. a4 Be6 15. c4
O-O 16. Rfc1 Qb7 17. Qc3 Rfc8 18. axb5 axb5 19. Rxa8 Qxa8 20. Nh4 Nd4 21. Qe3
Nxe2+ 22. Qxe2 bxc4 23. Nf5 Bxf5 24. exf5 Qa6 25. f4 Qb6+ 26. Kh1 Qxb4 27. Bc3
Qb5 28. fxe5 dxe5 29. Bxe5 Re8 30. Nxc4 Bd6 31. Re1 Bxe5 32. Nxe5 Qxe2 33. Rxe2
Nd7 34. Nxd7 Rxe2 35. h3 Rd2 36. Nb6 g6 37. Nc4 Rd4 38. Ne3 Kg7 39. g4 Rd3 40.
Nf1 Rxh3+ 41. Kg2 Ra3 42. fxg6 fxg6 43. Ng3 Kf6 44. Ne4+ Ke5 45. Nf2 g5 46. Kg1
Kf4 47. Kf1 Kf3 48. Ke1 Ra1+ 49. Nd1 Kxg4 50. Ke2 Rxd1 51. Kxd1 Kf3 52. Ke1 Kg2
53. Ke2 g4 54. Ke3 h5 55. Kf4 g3 56. Kg5 Kf2 57. Kh4 g2 58. Kxh5 g1=Q 59. Kh6
Kf3 60. Kh5 Kf4 0-1 [/pgn]

Í 2. umferð var ég með hvítt gegn Justin Esterday (USA). Skákin var í jafnvægi framan af og Justin bauð mér jafntefli í 45. leik sem ég þáði. Eftir á að hyggja hefði ég líklega getað knúið fram sigur því hvíta staðan var betri og kóngur andstæðings var komin langt út á borð og varnarlítilll. En, það er alltaf auðveldara að sjá þetta eftir á. Niðurstaðan eftir fyrsta daginn var því 1,5 vinningur af 2 mögulegum og ég var bara í góðum málum.
[pgn]
[Event „Millionare“]
[Site „?“]
[Date „2014.10.09“]
[Round „2“]
[White „Adalsteinsson, Hermann“]
[Black „Easterday, Justin“]
[Result „1/2-1/2“]
[ECO „B13“]
[WhiteElo „1550“]
[BlackElo „1437“]
[Annotator „Sigurdarson,Tomas Veigar“]
[PlyCount „90“]
[SourceDate „2014.10.17“]
1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. Nc3 a6 5. Nf3 Nc6 6. Be3 Bg4 7. Be2 Nf6 8.
O-O e6 9. a3 h6 10. h3 Bh5 11. b4 Bd6 12. Rb1 b5 13. Nh2 Bg6 14. Ng4 Nxg4 15.
Bxg4 Rc8 16. Qd2 O-O 17. Ne2 f5 18. Bf3 Bh7 19. Nf4 Bxf4 20. Bxf4 g5 21. Bh2
Qf6 22. c3 f4 23. Rbc1 Rcd8 24. Rfe1 Rfe8 25. Ra1 Qf7 26. a4 Ra8 27. axb5 axb5
28. Be2 Rxa1 29. Rxa1 Rb8 30. Qd1 Qb7 31. Bg4 Kf7 32. Qe2 Qe7 33. Ra6 Qd7 34.
Bh5+ Bg6 35. Bxg6+ Kxg6 36. Qg4 h5 37. Qe2 Kh6 38. h4 Qc8 39. hxg5+ Kg6 40. Ra2
Kxg5 41. Qd2 (41. Bxf4+ Kxf4 42. Qxh5) 41… Qf8 42. Ra6 Nd8 43. Qe2 Qf5 44.
Qd1 Rc8 45. Ra3 e5 1/2-1/2 [/pgn]
Í 3. umferð stýrði ég svörtu mönnunum gegn Grant E Veston (USA)
Ég misstI peð í 13. leik og eftir það náði Grant smá saman yfirhöndinni í skákinni og ég gaf skákina eftir 37 leiki, enda óverjandi mát í næsta leik. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa og ég þurfti nauðsynlega að vinna í næstu umferð.
[pgn]
[Event „Millionare“]
[Site „?“]
[Date „2014.10.10“]
[Round „3“]
[White “ Grant M, Veston“]
[Black „Adalsteinsson , Hermann“]
[Result „1-0“]
[ECO „D00“]
[WhiteElo „1467“]
[PlyCount „73“]
1. d4 d5 2. Bg5 Nf6 3. Bxf6 exf6 4. e3 Be7 5. c4 c6 6. Nc3 O-O 7. cxd5 cxd5 8.
g3 Be6 9. Bg2 Nc6 10. Nge2 Bb4 11. O-O Bxc3 12. Nxc3 Qa5 13. Qb3 Rab8 14. Bxd5
Bxd5 15. Qxd5 Qb4 16. Qb5 Qd6 17. Rac1 a6 18. Qd3 Rfe8 19. Rfd1 Ne7 20. Rc2 f5
21. Rdc1 h5 22. Ne2 Ng6 23. Rc5 Red8 24. Nf4 Nxf4 25. gxf4 Qg6+ 26. Kh1 Qg4 27.
Qd1 Qg6 28. Qf3 h4 29. Qh3 Qb6 30. b3 g6 31. Qxh4 Kg7 32. Qe7 Re8 33. Qc7 Qf6
34. Rg1 Kh6 35. Rg3 Qh4 36. Qxf7 Rg8 37. Rc7 1-0 [/pgn]
Í 4. umferð var ég með hvítt gegn Abdul Bashir (USA) og mér tókst að vinna af honum peð í 13 leik. Í kjölfarið náði ég góðri peðsókn upp drottingarvæng sem erfitt var að stöðva. Ég skipti upp á drottingum og vakti svo upp nýja drottingu í 35 leik. Eftir það var ég með kolunna stöðu og hann gafst upp í 40.leik enda með koltapað.
Þá var degi númer tvö lokið og ég var aftur kominn á beinu brautina, með 2,5 vinninga af 4 og ennþá með í baráttunni um fjögur efstu sætin.
[pgn]
[Event „Millionare Chess Las Vegas“]
[Site „?“]
[Date „2014.10.10“]
[Round „4“]
[White „Adalsteinsson, Hermann“]
[Black „Abdul Bashir, Abdullah“]
[Result „1-0“]
[ECO „B34“]
[WhiteElo „1550“]
[BlackElo „1505“]
[PlyCount „79“]
[EventDate „2014.??.??“]
[SourceDate „2014.10.11“]
1. e4 c5 2. Nf3 Nc6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 g6 5. Nc3 Bg7 6. Be3 Nf6 7. Bb5 O-O 8.
O-O a6 9. Ba4 d6 10. Nxc6 bxc6 11. Bxc6 Rb8 12. Rb1 Qc7 13. Nd5 Nxd5 14. exd5
Rxb2 15. Rxb2 Bxb2 16. c4 Bd7 17. Qa4 Bxc6 18. dxc6 Rc8 19. Rb1 Be5 20. Rb6 Bf4
21. Rxa6 Bxe3 22. fxe3 Qb8 23. h3 Qb1+ 24. Kh2 Kg7 25. Ra7 Re8 26. Qa6 Qb8 27.
Rb7 Qa8 28. Qxa8 Rxa8 29. c7 Rc8 30. a4 Kf6 31. a5 Ke6 32. a6 Kd7 33. a7 Kc6
34. Rb8 Rxc7 35. a8=Q+ Kd7 36. Rd8+ Ke6 37. Qd5+ Kf6 38. Rf8 e6 39. Qxd6 Rxc4
40. Qd7 1-0 [/pgn]
Í. 5. umferð mætti ég Pedro Cassilas (USA) með hvítu. Andstæðingurinn tefldi mjög passíft og þorði greinilega ekki að sækja gegn mér. Hann valdi ansi oft næst besta leikinn, og lokaði öllum leiðum inn á kónginn sinn. Ég hóf sóknaraðgerðir á hann en hann varðist fimlega. Það var ekki fyrr en í 41. leik sem mér tókst að brjóta niður varnirnar hjá svörtum og eftir það vann ég svo af honum mann, sem ég gaf til baka fljótlega til að fá berti stöðu. Í 47. leik missti ég af máti sem ég átti, en þar sem ég var svo ákveðinn í að vinna af honum hrók yfirsást mér frekar augljós mátleikur. En þó mér yfirsæist þessi mátleikur kom það ekki af sök. Mín staða var aldrei í hættu og hrók yfir silgdi ég skákinnni til vinnings í 53. leik þegar drotting hann var að falla bótalaust og ekkert annað að gera fyrir hann en að gefa skákina enda yrði hann þá drottingu og hrók undir.
Þegar þarna var komið sögu var ég heldur betur ánægður. Búinn að vinna tvær skákir í röð og kominn í 7. sætið í flokknum og framtíðin björt. Sá fyrir mér úrslit í hillingum og komin með dollaramerkið í augun.
[pgn]
[Event „Millionare“]
[Site „?“]
[Date „2014.10.11“]
[Round „5“]
[White „Adalsteinsson, Hermann“]
[Black „Pedro, Casillas“]
[Result „1-0“]
[ECO „B06“]
[BlackElo „1451“]
[Annotator „Sigurdarson,Tomas Veigar“]
[PlyCount „105“]
1. e4 d6 2. d4 g6 3. Nf3 Bg7 4. c3 c6 5. Be2 Nf6 6. e5 dxe5 7. Nxe5 Ne4 8. Nf3
O-O 9. O-O Nd7 10. Nbd2 Nd6 11. Nc4 Nxc4 12. Bxc4 Nb6 13. Be2 Re8 14. Be3 Be6
15. b3 Bg4 16. h3 Bxf3 17. Bxf3 e6 18. Qc2 Qc7 19. Rad1 Rad8 20. Rfe1 Rd7 21.
Rd3 Nc8 22. Red1 Kh8 23. Qc1 Kg8 24. Bf4 Qd8 25. Bh6 Bxh6 26. Qxh6 Qf6 27. Be4
Nd6 28. Rf3 Qg7 29. Qe3 Red8 30. Bc2 Ne8 31. h4 h5 32. Rg3 Nc7 33. Re1 Rf8 34.
Bd1 Qh7 35. c4 f6 36. Qd3 f5 37. Rg5 Rf6 38. Re3 Rg7 39. Re5 Kf7 40. Bf3 Qg8
41. d5 cxd5 42. cxd5 Nxd5 43. Bxd5 Qb8 44. Bxe6+ Kf8 (44… Rxe6 45. Qd7+ Kf6)
45. Rd5 Ke7 46. Rd7+ Kxe6 47. Rxg7 (47. Qd5#) 47… Qc8 48. Qe2+ Kd6 49. Qd2+ (
49. Qe7+) 49… Ke6 50. Rg3 f4 51. Qe2+ Kd6 52. Rd3+ Kc6 53. Qc2+ 1-0 [/pgn]
Í 6. og næst síðustu umferð mætti ég Gerald Piffer frá Kanada, sem var taugaskurðlæknir frá Calgary sem ég hafði talað við áður í mótinu. Ég var fullur sjálfstraust og ætlaði mé að vinna þessa skák með auðveldum hætti, þó svo að ég væri með svart. Næði ég sigri í þessari skák væri ég kominn á topp 4, sem var einmitt það sem ég vildi helst. Mér tókst algjörlega að klúðra byrjuninni og eftir örfá leiki var ég komin manni undir og með vonlausa stöðu. Hvað var ég að hugsa þegar ég lék riddarnum á g4 í 13. leik í stað þess að hróka ? Ég þráaðist við en staðan bara versnaði. Ég var mátaður 23 leik.
Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir þessa hörmung var ég dottin niður í 20. sæti og möguleikarnir á fjórum efstu sætunum voru endanlega úr sögunni. Ég þurfti að vinna í lokaumferðinni til þess að tryggja mér 1000 dollara, því jafntefli tryggði mér líklega bara 600 dollara. Ég hafði stefnt amk. á 20. sætið að lágmarki en ætlaði mér meira. Miklu meira.
[pgn]
[Event „MC 2014“]
[Site „?“]
[Date „????.??.??“]
[Round „6“]
[White „Gerald, Pfeffer“]
[Black „Hermann, Adalsteinsson“]
[Result „0-1“]
[ECO „C62“]
[WhiteElo „1558“]
[BlackElo „1550“]
[PlyCount „43“]
[EventDate „2014.10.22“]
1. e4 e5 2. Nf3 Nc6 3. Bb5 d6 4. d4 exd4 5. Nxd4 Bd7 6. O-O Nf6 7. Re1 Nxd4 8.
Bxd7+ Qxd7 9. Qxd4 c5 10. Qd3 Be7 11. Nc3 a6 12. Bg5 h6 13. Bh4 Ng4 14. Bxe7
Qxe7 15. Qg3 Ne5 16. Nd5 Qd7 17. Nb6 Qe6 18. Nxa8 Ke7 19. Nc7 Qd7 20. Qxg7 Ng6
21. Nd5+ Ke6 22. Qf6# 0-1 [/pgn]
Í lokaumferðinni hafði ég hvítt gegn David Yates (USA) og ég tefldi skákina nokkuð vel að mér fannst. Þegar á leið fannst mér ég vera komin með heldur betra, þegar hann lék leik sem ég var ekki búinn að sjá fyrir sem leiddi til þess að ég varð að gefa drottinguna mína fyrir báða hrókanna hans. Þegar þeim uppskiptum var lokið bauð hann mér óvænt jafntefli, sem ég þáði strax glaður í bragði, enda var ég komin með verri stöðu. Hann sagði mér það eftir á að hann hefði ekki þorað að tefla til vinnings gegn mér því þetta gat farið hvernig sem var, að hans mati. Ég benti honum þá á að hann hefði getað unnið af mér tvö peð í viðbót án þess að gæti nokkuð við því gert og sagði honum það jafnframt að ég hefði teflt til sigurs í hans sporum. Hann hafði sem betur fer ekki áttað sig á þessu og sá nú að hann hefði átt að tefla áfram og líklega hefði hann knúið fram sigur, með drottingu og 6 peðum gegn tveimur hrókum og fjórum peðum mínu. Þannig að ég slapp með skrekkinn í lokaumferðinni..
[pgn]
[Event „MC 2014“]
[Site „?“]
[Date „????.??.??“]
[Round „7“]
[White „Hermann, Adalsteinsson“]
[Black „David M, Yates“]
[Result „1/2-1/2“]
[ECO „B48“]
[WhiteElo „1498“]
[BlackElo „1550“]
[PlyCount „51“]
[EventDate „2014.10.22“]
1. e4 c5 2. Nf3 e6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 Nc6 5. Nc3 a6 6. Be3 Nf6 7. a3 Qc7 8. Be2
Nxd4 9. Bxd4 Bc5 10. e5 Nd5 11. Nxd5 exd5 12. c3 d6 13. f4 Bf5 14. O-O h5 15.
Bxh5 O-O-O 16. Bg4 Bxg4 17. Qxg4+ Kb8 18. b4 Bxd4+ 19. cxd4 Qc3 20. Rfd1 Qe3+
21. Kh1 Rxh2+ 22. Kxh2 Rh8+ 23. Qh3 Rxh3+ 24. gxh3 Qf2+ 25. Kh1 Qf3+ 26. Kh2
1/2-1/2 [/pgn]
Ég endaði sem sagt í 23. sæti með fjóra vinninga af sjö mögulegum og fékk að launum 640 dollara, en á ávísunni stóð 448 dollarar því 30% skattur var tekinn af strax og svo tók bankinn Wells Fargo Bank 7,5 dollara af. Ég fékk því aðeins 440 og hálfan dollara í veskið í bankanum. En þrátt fyrir ákveðin vonbrigði, var þetta gríðarlega skemmtilegt mót og Las Vegas er auðvitað ótrúleg borg. Ég býð spenntur, eftir næsta móti enda með VIP-afsláttarkot til lífstíðar.
http://millionairechess.com/the_standings/standings-u1600/
Guðmundur Kjartansson vann varð í 23-34 sæti í sínum flokki með 5,5 vinninga og vann 1000 dollara. Ólafur Kjartansson vann 67 dollara þar sem hann endaði í 48-60. sæti í U-2200 flokki með 3 vinninga. Björn Þorfinnsson fékk 4 vinninga en náði ekki í verðlaunasæti,.
Guðmundur og Björn tefldu 9 kappskákir, en Dagur, Ólafur og ég tefldu sjö kappskákir.
http://millionairechess.com/the_standings/standings-open-section/
http://millionairechess.com/the_standings/standings-u2200/
Wesley So frá Filipsseyjum vann aðalmótið og þar með 100.000 dollara. Það eru um 11 milljónir ísl króna. Sjá nánar hér : http://millionairechess.com/prizes/

Ýmislegt annað skemmtilegt var gert í ferðinni til Vegas sem ekki verður greint frá, því what happens in Vegas stays in Vegas.
