26.9.2009 kl. 00:27
Misjafnt gengi í 1. umferð.
Íslandsmót skákfélaga hófst í gærkvöld. A-sveit Goðans vann góðan 4-2 sigur á TV-c.
Erlingur, Sigurður Jón og Pétur unnu sína andstæðinga, Smári og Barði gerðu jafntefli en Jakob tapaði sinni skák.
B-sveitin tapaði fyrir B-sveit Skákfélags Selfoss 0,5-5,5. Einar Garðar gerði jafntefli á 1. borði en Ævar, Sighvatur, Sigurbjörn, Brandur og Einar Már töpuðu sínum skákum.
Hermann sat hjá í 1. umferð. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að para í næstu umferð. H.A.
