15.10.2013 kl. 11:08
Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga vísar kærum TR frá
Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga hefur vísað frá kærum TR á GM-Helli vegna Íslandsmóts skákfélaga. TR hafði kært þrjár viðureignir. Annars vegar viðureignum a- og b-liða sinna gegn a-sveit GM Hellis í efstu deild og hinsvegar viðureign c-lið síns gegn e-liði GM Hellis í þriðju deild. Úrskurðurinn var birtur í gær.
Kært var á þeim forsendum að sveitarmeðlimir hinna sameinuðu félaga var ólöglegir með sameinuðu félagi í ljósi að þess að sameiningar félaganna hefðu átt sér stað eftir að félagaskiptaglugganum hafi verið lokað.
Mótsstjórn vísaði málunum frá þar sem hún taldi málið ekki heyra undir sig. Félögin geta áfrýjað málunum til Dómstóls SÍ innan 3ja sólarhringa.
Úrskurðinn má lesa hér fyrir neðan.
