17.10.2013 kl. 16:25
Mótsstjórn vísar kærunum 8 frá
Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga hefur vísað frá 8 kærum TR á hendur GM-Hellis vegna fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga dagana 10.-13. október 2013. Ein kæra var á hvern liðsmann A-sveitar GM-Hellis í 1. deildinni.
Af kærum TR í máli þessu verður ráðið að um sé að ræða sama ágreiningsefni og TR bar undir mótsstjórn með kæru þann 13. október 2013 og mótsstjórn vísaði frá með úrskurði 14. sama mánaðar, sbr. mál nr. 4/2013.
Með úrskurði þessum komst mótsstjórn að þeirri niðurstöðu að ágreiningur um þátttöku hins sameinaða félags GMH í Íslandsmóti skákfélaga 2013-2014 heyrði ekki undir mótsstjórn.
Með vísan til þess þykir bera að vísa kærum TR í máli þessu frá.
Búið er að vísa fyrstu þremur kærunum til dómstóls SÍ sem hefur nokkra daga til að birta sinn úrskurð. Einnig er hægt að vísa þessum 8 kærum til dómstólsins.
Sjá má allan úrskurðinn hér fyrir neðan.
