24.2.2010 kl. 12:40
MP Reykjavíkurskákmótið hefst í dag. Erlingur teflir við stórmeistara í 1. umferð !
Okkar maður, Erlingur Þorsteinsson (2123), er meðal keppenda í MP Reykjavíkurskákmótinu sem hefst kl 15:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur dag.
Erlingur stýrir hvítu mönnunum gegn Íslenska stórmeistaranum Henrik Danielssen (2495) í fyrstu umferð. Fylgst verður með gengi Erlings í mótinu hér á síðunni.
Skák Erlings og Henriks er í beinni útsendingu á netinu, hér: http://dl.skaksamband.is/mot/2010/MPRvikOpen2010/r1/tfd.htm
Við óskum honum góðs gengis í mótinu !
Mótið á Chess-results : http://chess-results.com/tnr29384.aspx?lan=1
