4.7.2011 kl. 22:47
Næstu viðburðir hjá Goðanum
Vert er að minna félagsmenn á nokkra viðburði sem eru á dagskrá hjá Goðanum á næstunni.
Ekki eru þeir þó allir staðfestir og niður negldir, en hér fyrir neðan er upptalning á þeim.
Skáknámskeið með Einari Hjalta 17 júlí Húsavík (óstaðfest)
Unglingalandmót UMFÍ Egilsstaðir verslunarmannahelgin.
Landskeppni við Færeyinga 6-7 ágúst. Húsavík og Akureyri.
Fyrsta skákæfing haustsins 5. sept Húsavík. (óstaðfest)
Skákhelgi með Einari Hjalta um miðjan september. (óstaðfest)
Íslandsmót skákfélaga 7-9 október Reykjavík.
Æfinga og mótaáætlun Goðans fram til áramóta verður svo gefin út í lok ágúst eða byrjun september.
