23.8.2009 kl. 12:48
Netmót Goðans 2010 að hefjast.
Á næstu dögum hefst netmót Goðans 2010. Eins og undanfarið fer það fram á vefnum Gameknot ( http://www.gameknot.com )
Núna verður gerð sú breyting á mótshaldinu að teflt verður í tveimur styrkleikaflokkum.
Í A-flokknum verða 7 stigahæstu félagsmennirnir (samkvæmt stigakerfi gameknot) og í B-flokknum verða allir aðrir félagsmenn sem ekki uppfylla skilyrði þar um.
Flestir virkir skákmenn félagsins eru nú þegar skráir á vefinn en óskað er eftir því að áhugasamir félagsmenn skrái sig sem notanda á vefinn fyrir mánaðarmótin því reiknað er með því að keppni í B-flokki hefjist 1. september.
Ekkert kostar að tefla á þessum vef, ef ekki eru tefldar fleiri en 10 skákir í einu.
Fyrir þá sem ekki eru kunnugir gameknot vefnum þá skal það upplýst að hver skák getur tekið marga daga því umhugsunartíminn eru 3-5 sólarhringar á hvern leik.
En auðvitað getur skákin klárast á mun styttri tíma ef svo ber undir, ef leikið er oft á dag í sömu skákinni.
Mótið mun standa yfir í allan vetur, því samkvæmt reynslu undanfarina ára tekur svona mót marga mánuði. Allir tefla við alla með báðum litum.
Það skal tekið fram að keppendur hafa möguleika á því að fresta skákum sínum ef þeir þurfa að bregða sér frá. (td. 10 dagar)
Líklegir keppendur í lokuðum 7 manna A- flokki
Jakob (Blackdawn) (sér um að starta mótinu)
Smári (sesar)
Pétur (peturgis)
Rúnar (runari)
Sigurður Jón (sfs1)
Sighvatur (globalviking)
Ævar (aevar)
Smári (sesar)
Pétur (peturgis)
Rúnar (runari)
Sigurður Jón (sfs1)
Sighvatur (globalviking)
Ævar (aevar)
B-flokkur Mögulegir keppendur (hámark 11 keppendur.)
Hallur (hallurbirkir)
Hermann (hermanna) (sér um að starta B-flokknum)
Bjössi (bjossi)
Benedikt (benedikt)
Jón Hafsteinn (nonni86)
Árni Garðar (arniga)
Árni Garðar (arniga)
Framantaldir eru allir notendur á gameknot vefnum.
Þeir sem skrá sig inn sem nýjir notendur þurfa að senda formanni upplýsingar um notandanafnið sitt svo hægt sé að senda þeim boð um þátttöku í netmóti Goðans 2010 !
Allir nýjir notendur taka þátt í B-flokknum.
Mótið er einugis ætlað félagsmönnum í skákfélaginu Goðanum.
Að sjálfsögðu veitir formaður allar upplýsingar um hvernig nýjir skákmenn skrá sig inn á vefinn og eru allir virkir sem óvirkir félagsmenn hvattir til þess að skrá sig á gameknot vefinn og taka þátt í mótinu.
Ekki eru veitt verðlaun í mótinu, heldur einungis litið á mót þetta sem góða æfingu í skák með nægum umhugsunartíma.
Með von um góðar undirtektir.
formaður.
